Rúmlega þrjú þúsund sóttu um hjá Play Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2022 09:58 Sætanýting Play í september var 81,5 prósent miðað við 86,9 prósent í ágúst og 87,9 prósent í júlí. Vísir/Vilhelm Alls sóttu um þrjú þúsund manns um stöður hjá Play þegar flugfélagið auglýsti eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum á dögunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu þar sem meðal annars er farið yfir sætanýtingu flugfélagsins í síðasta mánuði. Þar segir að 92.181 farþegar hafi flogið með Play í september en að það séu færri farþegar en í ágúst þegar félagið flutti 109.956 farþega. „Sætanýting í september var 81,5% miðað við 86,9% í ágúst og 87,9% í júlí. Sögulega er september nokkuð krefjandi mánuður í fluggeiranum. Minni eftirspurn er eftir fjölskyldu- og skemmtiferðum enda skólarnir byrjaðir og fólk komið aftur í vinnu eftir sumarfrí. Markaðurinn verður því háðari viðskiptaferðum. Á sama tíma hefur tengiflugsleiðakerfið mjög góð áhrif á reksturinn, þar á meðal á nýtingu flotans og á lækkandi einingakostnað. Stundvísi var 86% í september,“ segir í tilkynningunni. Varðandi fyrirhugaðar ráðningar segir að þær séu í tækt við enn frekari umsvif flugfélagsins sem muni taka fjórar nýjar flugvélar í notkun næsta vor. Rúmlega þrjú þúsund manns sóttu um auglýstar stöður. Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play að félagið sé nokkuð ánægð með sætanýtinguna fyrir septembermánuð enda mánuður sem alla jafna sé krefjandi í fluggeiranum. „Þá eru vetrarmánuðirnir sem fram undan eru jafnframt venjulega krefjandi fyrir flugfélög en salan hjá okkur hefur hins vegar verið sterk síðustu vikur eftir rólegt tímabil síðsumars. Við höldum því áfram á okkar vegferð; bætum við áfangastöðum, flugvélum og starfsfólki fyrir næsta sumar. Styrkur tengiflugsleiðakerfisins býr til sveigjanleika til að bregðast við þegar eftirspurn sveiflast á milli markaða. Það er einmitt vegna sveigjanleikans sem við förum örugg inn í veturinn. Daglegur rekstur stendur áfram styrkum fæti, við erum stolt af stundvísi félagsins og viðskiptavinir okkar eru alla jafna mjög ánægðir með þjónustu Play. Þessi atriði gera mig stoltan af starfsfólki Play á hverjum degi og gera það að verkum að ég horfi bjartsýnn til framtíðar,“ er haft eftir Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. 6. október 2022 10:32