Skagfirðingar segja að þetta verði frystihús framtíðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2022 22:31 Tölvugerð mynd af fyrirhuguðu fiskvinnsluhúsi FISK Seafood á Sauðárkróki. Fyrirtækið er dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Mikil atvinnuuppbygging er framundan á Sauðárkróki. Þar ber hæst byggingu nýrrar hátæknifiskvinnslu, sem heimamenn segja að verði frystihús framtíðarinnar. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um atvinnulíf á Sauðárkróki en við sögðum nýlega frá grósku í húsbyggingum í Skagafirði. Þá kom fram að yfir fimmtíu íbúðir væru í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Séð yfir Sauðárkrókshöfn.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki bara íbúðabyggingar. Atvinnulífið er einnig í framkvæmdahug. Á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki eru uppi stór áform. „Við erum að gera ráð fyrir stækkun á höfninni. Þar er atvinnulífið heldur betur að taka við sér,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Þar er til dæmis FISK Seafood að fara af stað með 8.000 fermetra byggingu, nýja fiskvinnslu, hátæknifiskvinnslu.“ Grafískar myndir frá verkfræðistofunni Stoð sýna hvernig áformað er að byggingin muni líta út. Framkvæmdastjóri FISK Seafood, Friðbjörn Ásbjörnsson, segir að þeir kalli það frystihús framtíðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári, eða um leið og búið verður að rýma og rífa á annan tug eldri og smærri húsa sem núna eru á lóðinni. Á annan tug eldri bygginga mun víkja af lóðinni til að rýma fyrir nýja fiskvinnsluhúsinu.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Í samtali við héraðsfréttamiðilinn Feyki fyrr á árinu sagði Friðbjörn að nýja frystihúsið myndi bæði auka gæði vinnslunnar til muna og lækka tilkostnað og skipta þannig miklu máli fyrir samkeppnishæfni FISK Seafood á alþjóðlegum mörkuðum. Vinnuumhverfi starfsfólks myndi jafnframt gjörbreytast, flæði yrði hraðara, minni kuldi við færiböndin, störfin yrðu léttari og þungur burður minni. Áformað er að húsið verði um átta þúsund fermetrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að löglegur knattspyrnuvöllur í fullri stærð er um sjö þúsund fermetrar.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Fyrirtæki í iðnaði og þjónustu eru einnig að huga að stækkun sem og fleiri tengd sjávarútvegi, að sögn sveitarstjórans. „Nýr fiskmarkaður að taka til starfa. Kjarninn að gera ráð fyrir stækkun, sem er svona bílaverkstæði, vélaverkstæði og fleira. Dögun rækjuvinnsla, steypustöðin. Steinull er eitthvað að íhuga málin. Það er sem betur fer allsstaðar uppbygging í atvinnulífi,“ segir Sigfús Ingi. Svona mun húsið líta út, séð úr austri. Horft í átt að Gönguskörðum.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Af upptalningunni má heyra að Sauðárkrókur býr við fjölbreyttara atvinnulíf en víða gerist í bæjum utan suðvesturhornsins. „Atvinnulífið er gríðarlega sterkt hérna, miðað við stærð. Það er fjölbreytt atvinnulíf. Við erum sennilega undir eitt prósent atvinnuleysi í dag. Okkur vantar fólk. Það er húsnæðisskortur, þrátt fyrir þetta allt saman. Hér bara líkar fólki vel. Þetta er gott samfélag. Hér er góð þjónusta, fjölbreytt atvinnulíf. Allir fá vinnu við sitt hæfi. Hér er bara gott að vera,“ segir sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skagafjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13 Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um atvinnulíf á Sauðárkróki en við sögðum nýlega frá grósku í húsbyggingum í Skagafirði. Þá kom fram að yfir fimmtíu íbúðir væru í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Séð yfir Sauðárkrókshöfn.Egill Aðalsteinsson En það eru ekki bara íbúðabyggingar. Atvinnulífið er einnig í framkvæmdahug. Á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki eru uppi stór áform. „Við erum að gera ráð fyrir stækkun á höfninni. Þar er atvinnulífið heldur betur að taka við sér,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar.Sigurjón Ólason „Þar er til dæmis FISK Seafood að fara af stað með 8.000 fermetra byggingu, nýja fiskvinnslu, hátæknifiskvinnslu.“ Grafískar myndir frá verkfræðistofunni Stoð sýna hvernig áformað er að byggingin muni líta út. Framkvæmdastjóri FISK Seafood, Friðbjörn Ásbjörnsson, segir að þeir kalli það frystihús framtíðarinnar. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári, eða um leið og búið verður að rýma og rífa á annan tug eldri og smærri húsa sem núna eru á lóðinni. Á annan tug eldri bygginga mun víkja af lóðinni til að rýma fyrir nýja fiskvinnsluhúsinu.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Í samtali við héraðsfréttamiðilinn Feyki fyrr á árinu sagði Friðbjörn að nýja frystihúsið myndi bæði auka gæði vinnslunnar til muna og lækka tilkostnað og skipta þannig miklu máli fyrir samkeppnishæfni FISK Seafood á alþjóðlegum mörkuðum. Vinnuumhverfi starfsfólks myndi jafnframt gjörbreytast, flæði yrði hraðara, minni kuldi við færiböndin, störfin yrðu léttari og þungur burður minni. Áformað er að húsið verði um átta þúsund fermetrar að stærð. Til samanburðar má geta þess að löglegur knattspyrnuvöllur í fullri stærð er um sjö þúsund fermetrar.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Fyrirtæki í iðnaði og þjónustu eru einnig að huga að stækkun sem og fleiri tengd sjávarútvegi, að sögn sveitarstjórans. „Nýr fiskmarkaður að taka til starfa. Kjarninn að gera ráð fyrir stækkun, sem er svona bílaverkstæði, vélaverkstæði og fleira. Dögun rækjuvinnsla, steypustöðin. Steinull er eitthvað að íhuga málin. Það er sem betur fer allsstaðar uppbygging í atvinnulífi,“ segir Sigfús Ingi. Svona mun húsið líta út, séð úr austri. Horft í átt að Gönguskörðum.FISK Seafood/Stoð verkfræðistofa Af upptalningunni má heyra að Sauðárkrókur býr við fjölbreyttara atvinnulíf en víða gerist í bæjum utan suðvesturhornsins. „Atvinnulífið er gríðarlega sterkt hérna, miðað við stærð. Það er fjölbreytt atvinnulíf. Við erum sennilega undir eitt prósent atvinnuleysi í dag. Okkur vantar fólk. Það er húsnæðisskortur, þrátt fyrir þetta allt saman. Hér bara líkar fólki vel. Þetta er gott samfélag. Hér er góð þjónusta, fjölbreytt atvinnulíf. Allir fá vinnu við sitt hæfi. Hér er bara gott að vera,“ segir sveitarstjóri Skagafjarðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Skagafjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13 Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15 Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45 Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Fólki fjölgar í Skagafirði, lóðir rjúka út og tugir íbúða í smíðum Gróska er í húsbyggingum í Skagafirði og eru yfir fimmtíu íbúðir í smíðum um þessar mundir víðsvegar um sveitarfélagið. Hitaveita, ljósleiðari og leikskólapláss eru galdurinn, að sögn sveitarstjórans. 13. september 2022 23:13
Á verkstæðinu á Sauðárkróki segjast þeir geta gert við allt Skagfirðingar eiga sennilegasta fjölhæfasta verkstæði landsins, sem um leið er stærsta bílaverkstæði landsbyggðarinnar. Þar er gert við nánast alla hluti undir sama þaki. 10. apríl 2018 21:15
Hvetja til orkusparnaðar með því að einangra húsin meira Steinullarmenn á Sauðárkróki hvetja til orkusparnaðar með því að landsmenn einangri hús sín ennþá betur. Þeir telja að mörg svæði á landinu þyldu mun meiri einangrun. 5. apríl 2018 13:45