„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2022 07:00 Arnrún segir mikla óreiðu á leikskólanum sem geri starfið mun erfiðara. Ekki síst þegar verið er að taka á móti nýjum hópum nemenda. Arnrún María Magnúsdóttir Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar." Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar."
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira