Byggjum upp í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir skrifa 30. september 2022 12:01 Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun