Byggjum upp í Kópavogi Orri Vignir Hlöðversson og Ásdís Kristjánsdóttir skrifa 30. september 2022 12:01 Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frá aldamótum hefur íbúum í Kópavogi fjölgað að meðaltali um þrjú prósent á ári, sem er næstum þrisvar sinnum meiri fjölgun en í Reykjavík og tvisvar sinnum meiri fjölgun en á landsvísu. Lengi vel var Kópavogur sannkallaður landnemabær sem sprengdi utan af sé hver landamerkin af öðrum og til urðu mörg ný og heildstæð hverfi á fáeinum árum líkt og glögglega endurspeglast í fjölgun bæjarbúa. Ákall um að sveitarfélög útvegi fleiri lóðir til að mæta íbúðaþörfinni og tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði er skiljanlegt, en um leið mikilvægt að setja í sögulegt samhengi. Nú þegar nýtt og aðgengilegt byggingarland Kópavogs er að mestu full nýtt innan núverandi skipulagsmarka er uppbygging í bæjarfélaginu fyrst og fremst á þéttingareitum. Flókin staða Þétting byggðar á uppbyggingar- og þróunarreitum í grónum hverfum bæjarins gerir bæði hönnun og framkvæmdir flóknari en í nýjum hverfum. Uppbygging á þéttingarreitum er því oft kostnaðarsamari en á öðrum reitum. Þá er eignarhald þessara reita oft margþætt og skipulag bundnara því umhverfi og þeirri byggð sem þegar er til staðar. Þétting byggðar kallar því oft á tíðum fram sterk viðbrögð íbúa sem búa og eiga eignir nærri þéttingarreitum. Nú þegar nýjar húsnæðisáætlanir líta dagsins ljós beinast öll spjót að sveitarfélögum og hversu mikið þau ætla að leggja sitt af mörkum. Ein frumskylda bæjaryfirvalda er að tryggja eðlilegan vöxt á húsnæðismarkaði fyrir mismunandi samfélagshópa og Kópavogsbær, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, ber vissulega ábyrgð í því efni. Úr vöndu er samt að ráða fyrir bæinn þegar annars vegar land er af skornum skammti og hins vegar þétting byggðar er í senn flókin og oft á tíðum harðlega mótmælt af íbúum með tilheyrandi töfum á skipulagsferlum. Mikilvægt er að vanda til verka þegar kemur að skipulagsmálum. Við sem gegnum forystu í Kópavogi erum full meðvituð um þær áskoranir sem fram undan eru á þéttingarreitum og ætlum að vanda sérstaklega kynningu, samtal og samráð við íbúa á fyrstu stigum skipulagsgerðar, bæði í nýjum hverfum og við þéttingu byggðar. Ef góð sátt næst um verklagið í skipulagsferlinu og að tryggt er að málefnaleg sjónarmið ráði för, þá er stórum áfanga náð. Tryggjum hagkvæmari húsnæði fyrir alla Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt innlegg í að greina framboð og eftirspurn á húsnæðismarkaði. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði verður hins vegar ekki tryggður með áætlunum einum og sér. Á það hefur verið bent að umfang og flækjustig stjórnsýslunnar í kringum byggingarmarkaðinn hafi aukist án þess að gæði húsnæðis hafi endilega batnað að sama skapi. Á árinu 2020 kom OECD með 316 tillögur til bóta á regluverki í byggingariðnaði. Í þeim tillögum er meðal annars nefnt að létta á ferli skipulagsákvarðana og stuðla að aukinni skilvirkni með rafrænni stjórnsýslu. Hér eru tækifæri til umbóta fyrir öll sveitarfélög. Samþættir ferlar og einföld stjórnsýsla tryggja bæði betri yfirsýn og hagkvæmari uppbyggingu húsnæðis sem til framtíðar mun leiða til aukins stöðugleika á húsnæðismarkaði. Rammasamningur ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða er ágætis upphaf í þeirri viðleitni að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaði. Góðar tillögur liggja hins vegar fyrir frá OECD - væri ekki tilvalið að fylgja þeim eftir hið fyrsta? Ásdís er bæjarstjóri Kópavogs og Orri er formaður bæjarráðs.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun