Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 09:25 Mynd af yfirborði smástirnisins þegar DART nálgaðist óðfluga. Skjáskoti af sjónvarpsútsendingu NASA í gær. AP/ASI/NASA Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni. Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Dart-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða um 11,3 milljón kílómetra frá jörðinni á tólfta tímanum að íslenskum tíma í gærkvöldi. Áreksturinn var fyrsta tilraun manna til þess að breyta braut smástirnis eða nokkurs annars fyrirbæri í geimnum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum árekstur!“ hrópaði Elena Adams, leiðangursstjóri Dart, upp yfir sig þegar útvarpsmerki frá geimfarinu slokknaði skyndilega sem var afdráttarlaus vísbending um að það hefði skollið á yfirborði smástirnisins. Hún sagði fréttamönnum síðar að svo virtist sem að tilraunin hefði gengið að óskum. Jarðarbúar gætu nú sofið værar. IMPACT SUCCESS! Watch from #DARTMIssion s DRACO Camera, as the vending machine-sized spacecraft successfully collides with asteroid Dimorphos, which is the size of a football stadium and poses no threat to Earth. pic.twitter.com/7bXipPkjWD— NASA (@NASA) September 26, 2022 Forðast örlög risaeðlanna Með Dart-leiðangrinum freista vísindamenn þess að læra hvernig þeir geta hnikað til sporbraut smástirna sem gætu ógnað mannkyninu og forðað því frá sömu örlögum og risaeðlurnar hlutu. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Dímorfos er um 160 metrar að þvermáli, á stærð við Grábrók í Borgarfirði, að því er kemur fram í færslu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins. Það gengur um stærra smástirni, Dídýmos, sem er um 780 metrar að þvermáli, á stærð við Lómagnúp. Bæði ganga þau á meinlausri braut um sólina. Búist var við að áreksturinn myndaði gíg á yfirborði Dímorfos og að efni úr honum þeyttist út í geim. Engin hætta átti að vera á að áreksturinn splundraði smástirninu. Dart er aðeins um hálft tonn að þyngd en smástirnið um fimm milljón tonn. Vilja hnika til frekar en að sprengja Áreksturinn átti að stytta sporbraut Dímorfosar um Dídýmos um tíu mínútur, aðeins um eitt prósent af umferðartímanum. Þó að breytingin sé lítil getur hún haft mikil áhrif til lengri tíma. Stjörnufræðingar sem einbeita sér að jarðvörnum vilja frekar hnika sporbraut hættulegra hnatta örlítið til með góðum fyrirvara en að sprengja þá í loft upp mynda þannig aragrúa smærri brota sem gæti rignt yfir jörðina. NASA telur að vel innan við helmingur um 25.000 fyrirbæra sem eru 140 metrar að þvermáli eða stærri í grennd við jörðina hafi verið kortlagður. Innan við eitt prósent milljóna smærri smástirna sem gætu valdið miklum usla á jörðinni séu þekkt. Vera Rubin-athuganastöðin sem er nú í smíðum í Síle á að stórauka getu manna til þess að fylgjast með og finna smástirni.
Bandaríkin Geimurinn Tengdar fréttir Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Ristastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. 26. september 2022 21:44
Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. 26. september 2022 18:32