Eiríkur Björn og Rannveig nýir sviðsstjórar hjá borginni Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 13:41 Eiríkur Björn Björgvinsson og Rannveig Einarsdóttir. Reykjavíkurborg Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri Akureyrar, hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra nýs sameinaðs sviðs menningar, íþrótta- og tómstunda. Borgarráð samþykkti ráðningarnar á fundi sínum í morgun, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Rannveig tekur við stöðunni af Regínu Ásvaldsdóttur sem var nýverið ráðin nýr bæjarstjóri Mosfellsbæjar í sumar. Eiríkur Björn tekur við stöðunni af Ómari Einarssyni sem nýverið lét af störfum. Rannveig nýr sviðsstjóri velferðarsviðs „Borgarráð hefur samþykkt ráðningu Rannveigar Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, í stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Rannveig Einarsdóttir uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Rannveig Einarsdóttir er með B.A. gráðu í félagsfræði og nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf og meistaragráðu, MPA í opinberri stjórnsýslu, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árunum 1986-1989 sem félagsmálastjóri hjá Ísafjarðarkaupstað og félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ og Grindarvíkurbæ. Þá gegndi hún stöðu yfirfélagsráðgjafa fjölskyldu- og félagsþjónustu Keflavíkur og Reykjanesbæjar í 22 ár og var á þeim tíma einnig staðgengill félagsmálastjóra og framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjanesbæjar. Undanfarin 11 ár hefur Rannveig gegnt stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs og leiðtoga velferðarþjónustu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur þeirra. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd. Hlutverk sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins. Ein af megináherslum sviðsins næstu fimm árin er innleiðing nýrrar velferðarstefnu Reykjavíkurborgar en einkunnarorð hennar eru Reykjavík – fyrir okkur öll. Stafræn umbreyting á þjónustu, innleiðing laga um farsæld barna og aukið samráð við hagsmunaaðila eru á meðal fjölmargra verkefna í aðgerðaráætlun velferðarstefnunnar. Á sviðinu starfa 3000 manns sem veita þjónustu á yfir 100 starfseiningum. Eiríkur Björn Björgvinsson nýr sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun ráðningu Eiríks Björns Björgvinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, í stöðu sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Eiríkur Björn Björgvinsson uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Eiríkur Björn Björnsson er með B.Ed. íþróttakennarapróf sem framhalds- og grunnskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugavatni. Hann er með diplóma í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið öllum áföngum til meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Eiríkur starfaði sem æskulýðs- og íþróttafulltrú Egilstaðabæjar í tvö ár og deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar í sex ár. Hann var bæjarstjóri Austur-Héraðs í tvö ár sem sameinaðist Fljótsdalshéraði og gegndi hann stöðu bæjarstjóra þar í sex ár. Þá tók hann við stöðu bæjarstjóra Akureyrarbæjar, sem hann gegndi í átta ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið er nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem er í undirbúningi en borgarráð hefur samþykkt að sameina menningar- og ferðamálasvið og íþrótta- og tómstundasvið í eitt svið. Fyrirhugað er að nýtt sameiginlegt svið beri ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu menningarstofnana, íþróttamannvirkja, hátíða og margvíslegum stuðningi og samstarfi við menningar-, íþrótta- og tómstundalífið. Á nýju sameinuðu sviði verða starfsmenn tæplega 850 talsins. Hlutverk sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um stöður tveggja sviðsstjóra hjá borginni Reykjavíkurborg hefur birt lista yfir umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður hjá borginni - sviðsstjóra menningar-, íþrótta og tómstundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar. 29. ágúst 2022 12:39 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Borgarráð samþykkti ráðningarnar á fundi sínum í morgun, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Rannveig tekur við stöðunni af Regínu Ásvaldsdóttur sem var nýverið ráðin nýr bæjarstjóri Mosfellsbæjar í sumar. Eiríkur Björn tekur við stöðunni af Ómari Einarssyni sem nýverið lét af störfum. Rannveig nýr sviðsstjóri velferðarsviðs „Borgarráð hefur samþykkt ráðningu Rannveigar Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs Hafnarfjarðarbæjar, í stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Rannveig Einarsdóttir uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Rannveig Einarsdóttir er með B.A. gráðu í félagsfræði og nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf og meistaragráðu, MPA í opinberri stjórnsýslu, hvoru tveggja frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á árunum 1986-1989 sem félagsmálastjóri hjá Ísafjarðarkaupstað og félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ og Grindarvíkurbæ. Þá gegndi hún stöðu yfirfélagsráðgjafa fjölskyldu- og félagsþjónustu Keflavíkur og Reykjanesbæjar í 22 ár og var á þeim tíma einnig staðgengill félagsmálastjóra og framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjanesbæjar. Undanfarin 11 ár hefur Rannveig gegnt stöðu sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs og leiðtoga velferðarþjónustu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Velferðarsvið ber ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur þeirra. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd. Hlutverk sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins. Ein af megináherslum sviðsins næstu fimm árin er innleiðing nýrrar velferðarstefnu Reykjavíkurborgar en einkunnarorð hennar eru Reykjavík – fyrir okkur öll. Stafræn umbreyting á þjónustu, innleiðing laga um farsæld barna og aukið samráð við hagsmunaaðila eru á meðal fjölmargra verkefna í aðgerðaráætlun velferðarstefnunnar. Á sviðinu starfa 3000 manns sem veita þjónustu á yfir 100 starfseiningum. Eiríkur Björn Björgvinsson nýr sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun ráðningu Eiríks Björns Björgvinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, í stöðu sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs. Það var samdóma álit hæfnisnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Eiríkur Björn Björgvinsson uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í auglýsingu um starfið. Eiríkur Björn Björnsson er með B.Ed. íþróttakennarapróf sem framhalds- og grunnskólakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugavatni. Hann er með diplóma í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands, diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið öllum áföngum til meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Eiríkur starfaði sem æskulýðs- og íþróttafulltrú Egilstaðabæjar í tvö ár og deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar í sex ár. Hann var bæjarstjóri Austur-Héraðs í tvö ár sem sameinaðist Fljótsdalshéraði og gegndi hann stöðu bæjarstjóra þar í sex ár. Þá tók hann við stöðu bæjarstjóra Akureyrarbæjar, sem hann gegndi í átta ár. Undanfarin þrjú ár hefur hann starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið er nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem er í undirbúningi en borgarráð hefur samþykkt að sameina menningar- og ferðamálasvið og íþrótta- og tómstundasvið í eitt svið. Fyrirhugað er að nýtt sameiginlegt svið beri ábyrgð á skipulagi, rekstri og þjónustu menningarstofnana, íþróttamannvirkja, hátíða og margvíslegum stuðningi og samstarfi við menningar-, íþrótta- og tómstundalífið. Á nýju sameinuðu sviði verða starfsmenn tæplega 850 talsins. Hlutverk sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Vistaskipti Tengdar fréttir Þau sóttu um stöður tveggja sviðsstjóra hjá borginni Reykjavíkurborg hefur birt lista yfir umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður hjá borginni - sviðsstjóra menningar-, íþrótta og tómstundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar. 29. ágúst 2022 12:39 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Þau sóttu um stöður tveggja sviðsstjóra hjá borginni Reykjavíkurborg hefur birt lista yfir umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður hjá borginni - sviðsstjóra menningar-, íþrótta og tómstundasviðs annars vegar og velferðarsviðs hins vegar. 29. ágúst 2022 12:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent