Lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinist að fjölmiðlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2022 13:16 Katrín Jakobsdóttir svaraði fyrirspurn þingmanns Pírata um rannsókn á fjórum blaðamönnum vegna umfjöllunar þeirra um hina svokölluðu skæruliðadeild Samherja. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að lögregla þurfi að fara sérstaklega varlega í rannsóknum sem beinast að frjálsum fjölmiðlum sem fjalla um viðkvæm samfélagsmál. Hún minnir á að hún hafi látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu um vernd heimildarmanna fjölmiðla. Þetta kom fram í máli Katrínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar spurði Arndís Anna Kristíndardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Katrínu út í mál fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings í tengslum við fréttaflutning af hinni svokölluðu Skæruliðadeild Samherja. Vísaði Arndís þar meðal annars í Facebook-færslur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann hefur meðal annars sagt að blaðamenn þurfi að þola það að sæta rannsókn ef tilefni er talið til, líkt og aðrir borgarar landsins. Spurði Arndís Katrínu hvort að hún teldi ekkert athugavert við vinnubrögð lögreglu í málinu, eða hvort hún tæki undir afstöðu Bjarna, samráðherra hennar í ríkisstjórninni. Minnti á fyrri verk Svaraði Katrín því að hún hafi haft það fyrir sið að tjá sig ekki um mál sem væru til rannsóknar og að henni finndist „nokkuð eðlilegt fyrir ráðherra að gera það ekki,“ eins og hún orðaði það. Þá rifjaði Katrín einnig upp að hún hafi í gegnum tíðina látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu sem sneri að aukinni vernd heimildarmanna fjölmiðla. Um það hefur meðal annars verið tekist á um í máli blaðamannanna fjögurra: Ákvæði í lögum um fjölmiðla sem meinar blaðamönnum að upplýsa um heimildarmenn sína. Lögin voru sett árið 2011 er Katrín gegndi embætti menntamálaráðherra. „Þannig að ef háttvirtur þingmaður velkist í vafa um mína afstöðu bendi ég henni á þau mál sem ég hef hér lagt fram og fengið samþykkt,“ sagði Katrín. Hún bætti þó við að hún teldi að lögregla þyrfti að stíga varlega til jarðar við rannsóknir sem beindust gegn fjölmiðlum. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Ég tel ljóst að í svona málum, og hef sömuleiðis sagt það, að lögreglan verði að vera mjög meðvituð um það að allar rannsóknaraðgerðir sem beinast gegn fjölmiðlum geta haft fælingaráhrif gagnvart þeim fjölmiðlum. Því ber lögreglunni að fara sérstaklega varlega þegar um er að ræða frjálsa fjölmiðla sem eru að fjalla um viðkvæm mál í samfélaginu í sínum rannsóknum.“ Arndís steig aftur í pontu og spurði Katrínu þá nánar út í Facebook-færslur Bjarna Benediktssonar um málið, sem meðal annars hafa sætt gagnrýni fagfélags blaðamanna hér á landi. Vildi Arndís fá afstöðu Katrínar gagnvart þeim. „Það þarf ekki að koma háttvirtum þingmanni á óvart að ráðherrar í ríkisstjórn séu ekki allir með einu og sömu ríkisskoðunina þegar um er að ræða þrjá ólíka flokka,“ sagði Katrín og bætti enn fremur við að landsmenn verði að treysta því að réttarkerfi og lögregla starfi samkvæmt þeim lögum sem sett hafa verið. Alþingi Fjölmiðlar Vinstri græn Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 17:30 „Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. 20. september 2022 17:59 Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun. 21. september 2022 12:20 Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar spurði Arndís Anna Kristíndardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Katrínu út í mál fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings í tengslum við fréttaflutning af hinni svokölluðu Skæruliðadeild Samherja. Vísaði Arndís þar meðal annars í Facebook-færslur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann hefur meðal annars sagt að blaðamenn þurfi að þola það að sæta rannsókn ef tilefni er talið til, líkt og aðrir borgarar landsins. Spurði Arndís Katrínu hvort að hún teldi ekkert athugavert við vinnubrögð lögreglu í málinu, eða hvort hún tæki undir afstöðu Bjarna, samráðherra hennar í ríkisstjórninni. Minnti á fyrri verk Svaraði Katrín því að hún hafi haft það fyrir sið að tjá sig ekki um mál sem væru til rannsóknar og að henni finndist „nokkuð eðlilegt fyrir ráðherra að gera það ekki,“ eins og hún orðaði það. Þá rifjaði Katrín einnig upp að hún hafi í gegnum tíðina látið verkin tala þegar kemur að lagasetningu sem sneri að aukinni vernd heimildarmanna fjölmiðla. Um það hefur meðal annars verið tekist á um í máli blaðamannanna fjögurra: Ákvæði í lögum um fjölmiðla sem meinar blaðamönnum að upplýsa um heimildarmenn sína. Lögin voru sett árið 2011 er Katrín gegndi embætti menntamálaráðherra. „Þannig að ef háttvirtur þingmaður velkist í vafa um mína afstöðu bendi ég henni á þau mál sem ég hef hér lagt fram og fengið samþykkt,“ sagði Katrín. Hún bætti þó við að hún teldi að lögregla þyrfti að stíga varlega til jarðar við rannsóknir sem beindust gegn fjölmiðlum. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Ég tel ljóst að í svona málum, og hef sömuleiðis sagt það, að lögreglan verði að vera mjög meðvituð um það að allar rannsóknaraðgerðir sem beinast gegn fjölmiðlum geta haft fælingaráhrif gagnvart þeim fjölmiðlum. Því ber lögreglunni að fara sérstaklega varlega þegar um er að ræða frjálsa fjölmiðla sem eru að fjalla um viðkvæm mál í samfélaginu í sínum rannsóknum.“ Arndís steig aftur í pontu og spurði Katrínu þá nánar út í Facebook-færslur Bjarna Benediktssonar um málið, sem meðal annars hafa sætt gagnrýni fagfélags blaðamanna hér á landi. Vildi Arndís fá afstöðu Katrínar gagnvart þeim. „Það þarf ekki að koma háttvirtum þingmanni á óvart að ráðherrar í ríkisstjórn séu ekki allir með einu og sömu ríkisskoðunina þegar um er að ræða þrjá ólíka flokka,“ sagði Katrín og bætti enn fremur við að landsmenn verði að treysta því að réttarkerfi og lögregla starfi samkvæmt þeim lögum sem sett hafa verið.
Alþingi Fjölmiðlar Vinstri græn Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13 MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 17:30 „Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. 20. september 2022 17:59 Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun. 21. september 2022 12:20 Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Þórður Snær segir rannsókn Páleyjar ráðast af hagsmunum Samherja Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur birt aðsenda grein á fréttavef sínum, þar sem hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur Páley Borgþórsdóttur og lögregluembættinu á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 12:13
MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 20. september 2022 17:30
„Kannski mættu þeir sem fjölluðu um málið læra eitthvað“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra svarar ummælum Þórðar Snæs Júlíussonar og segist furða sig á skrifum Þórðar. Hann segist hvorki vera í liði með lögreglunni né blaðamönnum heldur lögum landsins. 20. september 2022 17:59
Formaður BÍ segist ekkert botna í því hvað Bjarna gangi til Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ), segist ekki vita hvað Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, gangi til með að vilja blanda sér mál sem snýr að rannsókn lögreglu á fjórum blaðamönnum. Afstaða hans standist enga skoðun. 21. september 2022 12:20
Blaðamennirnir fjórir hafi nú allir gefið skýrslu Íslensku blaðamennirnir fjórir sem voru boðaðir til yfirheyrslu vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja eru nú sögð hafa gefið lögreglunni á Norðurlandi eystra skýrslu vegna málsins. 30. ágúst 2022 18:23