Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 09:15 Lítill drengur í faðmi móður sinnar. Mæðginin voru í hópi 48 venesúelskra hælisleitenda sem ríkisstjóri Flórída sendi frá Texas til Vínekru Mörtu í síðustu viku. AP/Ray Ewing/Vineyard Gazette Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Ríkisstjórar úr röðum Repúblikanaflokknum í landamæraríkjunum Texas og Arizona hafa upp á síðkastið stundað það að senda hælisleitendur með rútum og flugvélum til borga eins og New York, Washington og Chigaco sem demókratar stýra og yfirlýst stefna yfirvalda er að taka ekki þátt í að vísa innflytjendum úr landi. Með því þykjast þeir mótmæla innflytjendastefnu demókrata og að ríki þeirra sitji ein eftir með að taka við straumi hælisleitenda á landamærunum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók slíka flutninga skrefinu lengra í síðustu viku þegar hann lét smala saman hópi venesúelskra hælisleitenda í Texas og flytja þá með flugvél til Vínekru Mörtu, lítillar og velmegandi sumardvalareyju í Massachusetts. Fólkinu hafði verið lofað aðstoð og störfum á áfangastað. Yfirvöld á eyjunni fengu engan fyrirvara um komu hælisleitendanna og voru alls óundirbúin. Samfélagið á eyjunni tók aftur á móti höndum saman um að skjóta yfir fólkið skjólshúsi, fæða það og klæða á meðan yfirvöld leystu úr málum þeirra. Svo virðist sem að hælisleitendurnir hafi ekki vitað hvar þeir voru staddir enda hafði þeim verið sagt að þeir færu til Boston. Flórída á ekki landamæri að Mexíkó, þaðan sem langflestir þeirra sem sækjast eftir hæli eða dvöl í Bandaríkjunum koma. DeSantis notaði peninga úr sjóð sem er ætlað að koma hælisleitendum fyrir til að greiða fyrir flutning á hópnum frá Texas til Massachusetts með millilendingu á Flórída. Segir fólkið hafa verið tælt á fölskum forsendum Nú hefur hluti hælisleitendanna stefnt DeSantis og samgönguráðherra hans fyrir alríkisdómstól í Boston og saka þá um sviksamlega og óréttláta áætlun um að koma þeim fyrir annars staðar, að sögn AP-fréttastofunnar. Í stefnunni er því haldið fram að hælisleitendurnir hafi verið tældir til ferðarinnar á fölskum forsendum. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, þykir líklegur til að bjóða sig fram til forseta fyrir kosingarnar 2024. Hreppaflutningar hans á hælisleitendum frá Texas til Massachusetts hafa verið bendlaðar við þær framavonir hans.AP/Luis Santana „Engin manneskja ætti að vera notuð sem pólitískt peð,“ sagði Iván Espinoza-Madrigal, forstöðumaður samtaka sem vilja höfða hópmálsókn fyrir hönd hælisleitendanna. DeSantis og talsmenn hans hafa enga iðrun sýnt og ekki viljað staðfesta eða hafna fréttum um að ríkisstjórinn ætli að senda fleiri hælisleitendur um landið. „Það er tækifærismennska að aðgerðasinnar noti ólöglega innflytjendur í pólitískt leikhús,“ segir Taryn Fenske, samskiptastjóri DeSantis, um málsóknina. DeSantis hefur sjálfur verið sakaður um pólitísk bellibrögð með uppátækinu en hann er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur. Lögreglustjóri í San Antonio, þaðan sem hælisleitendunum var flogið, hefur sagt ætla að kanna hvort lögbrot hafi verið framið. Sumir demókratar hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneytið rannsaki flutningana þar sem fólkið var flutt yfir ríkjamörk.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hælisleitendur Tengdar fréttir Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Flugu farandfólki óvænt til Martha's Vineyard Ríkisstjórar Texas og Arizona í Bandaríkjunum, sem eru Repúblikanar, hafa um mánaða skeið sent farandfólk með rútum til borga í Bandaríkjunum, án þess að láta Demókratana sem stjórna þar vita. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tók þetta skrefinu lengra á dögunum og flaug um fimmtíu manneskjum frá Texast til Martha‘s Vineyard í Massachusetts. 16. september 2022 09:19
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent