Samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana Kristrún Frostadóttir skrifar 21. september 2022 13:01 Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera. Ungt fólk, tekjulágt fólk og fjölskyldufólk skuldsetti sig á rándýrum íbúðamarkaði á tímum lágra vaxta sem kyntu undir eignabólu á húsnæðismarkaði. Þessir hópar standa nú frammi fyrir stóraukinni greiðslubyrði, þvert á þau skilaboð sem send voru út af æðstu ráðamönnum. Þá hafa rándýr og óstöðugur leigumarkaður og verðhækkanir á nauðsynjavörum étið upp stóran hluta af launaaukanum sem barist var fyrir í síðustu kjarasamningalotu. Úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í grundvallarmálum á sviði velferðar skilar sér í launaþrýstingi inn í veturinn – en forystufólkið í landsmálunum lætur eins og deilur á vinnumarkaði komi því ekki við. Á sama tíma hefur verðmæti sjávarafurða hækkað vegna stríðsins í Úkraínu – verð á ferskum fiski rokið upp. Þarna má sjá mótvægi við neikvæðu hliðar stríðsins og erlendrar verðbólgu á íslenskt hagkerfi. Þarna koma auðlindir okkar að góðum notum. En það mótvægi dreifist ekki jafnt um hagkerfið óáreitt. Hvalrekar vegna stríðs og verðbólgu ættu að mæta þröngri stöðu heimila Hvernig væri ef fólkið sem stjórnar landinu hefði forystu um að tryggja að hvalreki vegna stríðs og verðbólgu dreifðist með sanngjörnum hætti um samfélagið? Dempuðu áfallið sem fjöldi heimila verður nú fyrir? Hvernig væri nú ef ríkisstjórnin hvetti til samstöðu og sýndi samstöðu í verki með skynsamlegum efnahagsaðgerðum í þágu alls fólksins í landinu? Í stað þess birtast fjárlög fyrir næsta ár sem skella verðbólguaðhaldinu á grunnþjónustuna í landinu og almenning með flötum gjöldum. Enn vitnar ríkisstjórnin með veikum mætti til mótvægisaðgerða frá því í vor sem tók 4 mánuði að setja saman eftir þrýsting frá stjórnarandstöðunni. Þær aðgerðir fólu í sér að lög voru virt um hækkun greiðslna almannatrygginga í takt við verðbólgu og 20 þúsund króna einskiptis barnabótaauki var kynntur til sögunnar. Tíu prósent hækkun húsnæðisbóta ríkisstjórnarinnar fól í sér hækkun um 3-5 þúsund krónur fyrir þau fáu heimili sem þær þiggja en upphæðin hafði ekki hreyfst frá árinu 2018 þrátt fyrir að leiguverð hafi hækkað um 35% á sama tíma. Framlögð fjárlög skýra heildarmyndina enn frekar. Greiðslur vegna vaxtabóta standa í stað á milli ára þrátt fyrir hraða og mikla hækkun vaxta undanfarið því óbreytt eignaskerðingarmörk leiða til þess að eignamyndun í húsnæðisbólunni skerðir nú enn fleiri heimili út úr kerfinu. Að sama skapi er samdráttur í greiðslum barnabóta milli ára þegar leiðrétt er fyrir verðbólgu. Í ljósi forystuleysis ríkisstjórnarinnar höfum við í þingflokki Samfylkingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu um samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Markmið aðgerðapakkans er að verja tekjulægri hópa, ungt fólk og barnafjölskyldur fyrir áhrifum verðbólgunnar, draga úr greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar og sporna við þenslu í hagkerfinu. Þessar aðgerðir eru raunhæfar og skynsamlegar en ganga þvert á þá ójafnaðarstefnu sem er rekin á vakt Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu. Þetta er hægt: Leigubremsa, vaxta- og barnabætur og hvalrekaskattur Samstöðuaðgerðirnar eru tímabundnar, til 18-24 mánaða á meðan verðhækkunarkúfurinn gengur yfir, til að freista þess að ná samstöðu um aðgerðirnar á Alþingi. Við leggjum í fyrsta lagi til að komið verði á leigubremsu að danskri fyrirmynd til að verja leigjendur fyrir tilhæfulausum hækkunum á leigumarkaði. Stjórnvöld hafa brugðist leigjendum með úrræðaleysi í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni, en í Danmörku er nú þegar um 20 prósent húsnæðis á félagslegum grunni meðan hlutfallið hér á landi er 5 prósent. Viðbótarkostur leigubremsunnar er að hún heldur aftur af hækkun vísitölu neysluverðs ólíkt þeim gjaldahækkunum á almenning sem ríkisstjórnin boðar. Í öðru lagi er því beint til ríkisstjórnarinnar að beita vaxta- og barnabótakerfinu markvisst til að styðja við lágtekju- og millitekjuheimili vegna tvöfalds höggs í formi hækkunar húsnæðisbyrðis og nauðsynjavara. Þá verði einnig litið til úrræða fyrir fólk sem sér fram á þunga námslánabyrði samhliða þessu tvöfalda höggi. Til að sporna við þensluáhrifum aðgerðapakkans á hagkerfið er lagt til að fjármögnun verði tryggð með aðgerðum á tekjuhlið ríkisfjármálanna. Komið verði í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar til fjármagnstekna hjá einstaklingum með félög í kringum atvinnurekstur með einföldum aðgerðum líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Talið er að slík undanskot leiði af sér 3-8 milljarða tekjutap hjá hinu opinbera árlega. Þá verði lagðir á tímabundnir hvalrekaskattar í formi viðbótarfjármagnstekjuskatts og sérstaks álags á veiðigjöld stórútgerðarinnar. Þessar skattkerfisbreytingar geta staðið undir þeim stuðningi sem þarf að ráðast í fyrir heimilin í landinu og gott betur. Þannig verða heildaráhrifin afkomubætandi fyrir ríkissjóð, auka aðhaldsstig ríkisfjármálanna og munu hjálpa til við að ná niður verðbólgunni. Alvöru forysta á erfiðum tímum Það merkilega er að flestar af þessum tekjuöflunartillögum eru eitthvað sem ráðherrar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa lýst yfir stuðningi við í viðtölum og yfirlýsingum undanfarna mánuði. Þau virðast hins vegar algerlega valdalaus í ríkisstjórninni. Þegar kemur að efnahagsmálum og ríkisfjármálum virðist aðeins einn flokkur ráða för í þessari ríkisstjórn. Annaðhvort hafa hinir meintu félagshyggjuflokkar ekki kjark eða getu til að breyta neinu eða þau eru vísvitandi að afvegaleiða þjóðina, reyna að breiða yfir þá staðreynd að þau hafa framselt allt vald til flokks með fimmtungsfylgi í landinu. Hér er tækifæri fyrir þessa ráðherra og flokka til að taka neitunarvaldið af fjármálaráðherra, styðja samstöðuaðgerðirnar og veita landinu alvöru forystu á erfiðum tímum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Samfylkingin Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Við komum út úr heimsfaraldri með gríðarlega miklar eignaverðshækkanir og aukinn eigna- og tekjuójöfnuð vegna aðgerða stjórnvalda. Fjármagnstekjur jukust um 52% á milli ára, mesta aukningin frá árinu 2007, og tekjuhæsta tíundin í landinu sá kaupmátt sinn vaxa tvöfalt á við aðra Íslendinga vegna þessa í fyrra. Tveir af æðstu stjórnendum landsins í efnahagsmálum töluðu um lágvaxtaumhverfi sem komið væri til að vera. Ungt fólk, tekjulágt fólk og fjölskyldufólk skuldsetti sig á rándýrum íbúðamarkaði á tímum lágra vaxta sem kyntu undir eignabólu á húsnæðismarkaði. Þessir hópar standa nú frammi fyrir stóraukinni greiðslubyrði, þvert á þau skilaboð sem send voru út af æðstu ráðamönnum. Þá hafa rándýr og óstöðugur leigumarkaður og verðhækkanir á nauðsynjavörum étið upp stóran hluta af launaaukanum sem barist var fyrir í síðustu kjarasamningalotu. Úrræðaleysi ríkisstjórnarinnar í grundvallarmálum á sviði velferðar skilar sér í launaþrýstingi inn í veturinn – en forystufólkið í landsmálunum lætur eins og deilur á vinnumarkaði komi því ekki við. Á sama tíma hefur verðmæti sjávarafurða hækkað vegna stríðsins í Úkraínu – verð á ferskum fiski rokið upp. Þarna má sjá mótvægi við neikvæðu hliðar stríðsins og erlendrar verðbólgu á íslenskt hagkerfi. Þarna koma auðlindir okkar að góðum notum. En það mótvægi dreifist ekki jafnt um hagkerfið óáreitt. Hvalrekar vegna stríðs og verðbólgu ættu að mæta þröngri stöðu heimila Hvernig væri ef fólkið sem stjórnar landinu hefði forystu um að tryggja að hvalreki vegna stríðs og verðbólgu dreifðist með sanngjörnum hætti um samfélagið? Dempuðu áfallið sem fjöldi heimila verður nú fyrir? Hvernig væri nú ef ríkisstjórnin hvetti til samstöðu og sýndi samstöðu í verki með skynsamlegum efnahagsaðgerðum í þágu alls fólksins í landinu? Í stað þess birtast fjárlög fyrir næsta ár sem skella verðbólguaðhaldinu á grunnþjónustuna í landinu og almenning með flötum gjöldum. Enn vitnar ríkisstjórnin með veikum mætti til mótvægisaðgerða frá því í vor sem tók 4 mánuði að setja saman eftir þrýsting frá stjórnarandstöðunni. Þær aðgerðir fólu í sér að lög voru virt um hækkun greiðslna almannatrygginga í takt við verðbólgu og 20 þúsund króna einskiptis barnabótaauki var kynntur til sögunnar. Tíu prósent hækkun húsnæðisbóta ríkisstjórnarinnar fól í sér hækkun um 3-5 þúsund krónur fyrir þau fáu heimili sem þær þiggja en upphæðin hafði ekki hreyfst frá árinu 2018 þrátt fyrir að leiguverð hafi hækkað um 35% á sama tíma. Framlögð fjárlög skýra heildarmyndina enn frekar. Greiðslur vegna vaxtabóta standa í stað á milli ára þrátt fyrir hraða og mikla hækkun vaxta undanfarið því óbreytt eignaskerðingarmörk leiða til þess að eignamyndun í húsnæðisbólunni skerðir nú enn fleiri heimili út úr kerfinu. Að sama skapi er samdráttur í greiðslum barnabóta milli ára þegar leiðrétt er fyrir verðbólgu. Í ljósi forystuleysis ríkisstjórnarinnar höfum við í þingflokki Samfylkingarinnar lagt fram þingsályktunartillögu um samstöðuaðgerðir vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Markmið aðgerðapakkans er að verja tekjulægri hópa, ungt fólk og barnafjölskyldur fyrir áhrifum verðbólgunnar, draga úr greiðslubyrði vegna húsnæðiskostnaðar og sporna við þenslu í hagkerfinu. Þessar aðgerðir eru raunhæfar og skynsamlegar en ganga þvert á þá ójafnaðarstefnu sem er rekin á vakt Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu. Þetta er hægt: Leigubremsa, vaxta- og barnabætur og hvalrekaskattur Samstöðuaðgerðirnar eru tímabundnar, til 18-24 mánaða á meðan verðhækkunarkúfurinn gengur yfir, til að freista þess að ná samstöðu um aðgerðirnar á Alþingi. Við leggjum í fyrsta lagi til að komið verði á leigubremsu að danskri fyrirmynd til að verja leigjendur fyrir tilhæfulausum hækkunum á leigumarkaði. Stjórnvöld hafa brugðist leigjendum með úrræðaleysi í uppbyggingu húsnæðis á félagslegum grunni, en í Danmörku er nú þegar um 20 prósent húsnæðis á félagslegum grunni meðan hlutfallið hér á landi er 5 prósent. Viðbótarkostur leigubremsunnar er að hún heldur aftur af hækkun vísitölu neysluverðs ólíkt þeim gjaldahækkunum á almenning sem ríkisstjórnin boðar. Í öðru lagi er því beint til ríkisstjórnarinnar að beita vaxta- og barnabótakerfinu markvisst til að styðja við lágtekju- og millitekjuheimili vegna tvöfalds höggs í formi hækkunar húsnæðisbyrðis og nauðsynjavara. Þá verði einnig litið til úrræða fyrir fólk sem sér fram á þunga námslánabyrði samhliða þessu tvöfalda höggi. Til að sporna við þensluáhrifum aðgerðapakkans á hagkerfið er lagt til að fjármögnun verði tryggð með aðgerðum á tekjuhlið ríkisfjármálanna. Komið verði í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar til fjármagnstekna hjá einstaklingum með félög í kringum atvinnurekstur með einföldum aðgerðum líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Talið er að slík undanskot leiði af sér 3-8 milljarða tekjutap hjá hinu opinbera árlega. Þá verði lagðir á tímabundnir hvalrekaskattar í formi viðbótarfjármagnstekjuskatts og sérstaks álags á veiðigjöld stórútgerðarinnar. Þessar skattkerfisbreytingar geta staðið undir þeim stuðningi sem þarf að ráðast í fyrir heimilin í landinu og gott betur. Þannig verða heildaráhrifin afkomubætandi fyrir ríkissjóð, auka aðhaldsstig ríkisfjármálanna og munu hjálpa til við að ná niður verðbólgunni. Alvöru forysta á erfiðum tímum Það merkilega er að flestar af þessum tekjuöflunartillögum eru eitthvað sem ráðherrar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa lýst yfir stuðningi við í viðtölum og yfirlýsingum undanfarna mánuði. Þau virðast hins vegar algerlega valdalaus í ríkisstjórninni. Þegar kemur að efnahagsmálum og ríkisfjármálum virðist aðeins einn flokkur ráða för í þessari ríkisstjórn. Annaðhvort hafa hinir meintu félagshyggjuflokkar ekki kjark eða getu til að breyta neinu eða þau eru vísvitandi að afvegaleiða þjóðina, reyna að breiða yfir þá staðreynd að þau hafa framselt allt vald til flokks með fimmtungsfylgi í landinu. Hér er tækifæri fyrir þessa ráðherra og flokka til að taka neitunarvaldið af fjármálaráðherra, styðja samstöðuaðgerðirnar og veita landinu alvöru forystu á erfiðum tímum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar