Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2022 06:38 Banaslysið varð á Örlygshafnarvegi sem liggur að Látrabjargi. Vísir/Vilhelm Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar. Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar.
Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira