„Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:31 Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með fyrri hálfleikinn gegn Herði en ekkert sérstaklega sáttur með þann seinni. vísir/hulda margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur með fyrri hálfleikinn gegn Herði enda unnu meistararnir hann, 22-9. Í seinni hálfleik jöfnuðust leikar en sigur Valsmanna var aldrei í neinni einustu hættu og á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri við Vísi í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Harðarmenn áttu ekki möguleika í fyrri hálfleik en urðu betri eftir því sem á leið seinni hálfleikinn.vísir/hulda margrét Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“ Olís-deild karla Valur Hörður Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Í seinni hálfleik jöfnuðust leikar en sigur Valsmanna var aldrei í neinni einustu hættu og á endanum munaði tíu mörkum á liðunum, 38-28. „Ég er mjög ánægður hvernig við mættum til leiks og með fyrri hálfleikinn. Við gerðum of mörg mistök og hefðum getað verið með meiri forystu en að sama skapi er ég ekkert ánægður með seinni hálfleikinn. Við duttum niður á of lágt plan en þetta eru tvö stig og það var ekkert meira í boði,“ sagði Snorri við Vísi í leikslok. Valsmenn spiluðu 5-1 vörn í fyrri hálfleik með Aron Dag Pálsson fyrir framan. Það gaf góða raun og öflug vörn skilaði fimmtán hraðaupphlaupsmörkum í fyrri hálfleiknum. „Ég reyni að spila báðar varnir og það var engin svakaleg pæling á bak við það. Ég verð að viðurkenna að ég vissi ekki mikið um þetta Harðarlið. Auðvitað hafði ég kynnt mér það og fengið hjálp við það en þetta er óþægilegur andstæðingur í þeirra fyrsta leik,“ sagði Snorri. Harðarmenn áttu ekki möguleika í fyrri hálfleik en urðu betri eftir því sem á leið seinni hálfleikinn.vísir/hulda margrét Hann var ekki á því að einbeitingin hefði fjarað út hjá Valsmönnum í seinni hálfleik. „Menn voru allir af vilja gerðir. En við notuðum uppstillingar sem við erum kannski ekki vanir að nota og gáfum mönnum tækifæri. Þetta riðlaðist aðeins en þeir voru bara betri og kannski búnir að hlaupa af sér hornin,“ sagði Snorri. „Skrekkurinn var farinn og þeir sýndu líka góða takta. Við megum ekki taka það af þeim. Þeir verða alls ekkert fallbyssufóður í vetur.“
Olís-deild karla Valur Hörður Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira