Ökumaðurinn ekki undir áhrifum þegar bíllinn hafnaði á lóð leikskólans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 19:07 Rætt var við börn sem urðu vitni að atvikinu. Vísir/Vilhelm Ökumaður bílsins sem hafnaði inni á lóð leikskólans Fífusala var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar bíllinn fór inn á lóðina, heldur komu upp veikindi hjá honum. Þetta segir Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri Fífusala. Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum. Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Í samtali við fréttastofu leggur Erla mikla áherslu á að um slys hafi verið að ræða, en ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Engan annan sakaði, en um hundrað börn voru í garði leikskólans þegar slysið varð. „Þetta gerðist mjög hratt. En það er girðing þarna á milli og starfsfólk var mjög fljótt að færa börnin frá. Það brugðust allir hratt og vel við,“ segir Erla. Hún segir að einhverjum barnanna hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins. „En slökkviliðsmennirnir og lögreglan voru svo yndislegir og héldu smá fund með börnunum sem sáu þetta, og útskýrðu fyrir þeim hvað gerðist, að þarna hefðu veikindi komið upp,“ segir Erla. Venjulegt skólastarf á morgun Slökkviliðið hefur þegar gert bráðabirgðalagfæringar á girðingunni sem eyðilagðist við slysið. Þá er stefnt að því að setja vegrið við brekkuna þar sem slysið varð. „Það er bara gott að það urðu engin alvarleg slys á fólki og ég vil koma á framfæri þakklæti til allra sem að málinu komu, slökkviliðs, lögreglu og starfsmanna Neyðarlínu,“ segir Erla. Reykræsta þurfti leikskólann þar sem bíllinn reykspólaði nokkuð mikið eftir að hafa hafnað inni á lóðinni. Erla var raunar enn í húsnæði leikskólans þegar fréttamaður ræddi við hana. „Ég er með allt opið út og er að lofta, lyktin er alveg að fara. Það verður bara venjuleg dagskrá hjá okkur á morgun. Allir mættir á milli hálf átta og átta,“ segir Erla að lokum.
Leikskólar Kópavogur Samgönguslys Tengdar fréttir Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13. september 2022 15:51