Stofnar ný samtök og vill fara að rótum fíknivandans Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. september 2022 07:00 Ragnar Erling Hermannsson leiðir ný samtök notenda fíkniefna. Vísir/Egill Ný notendasamtök hafa verið stofnuð hér á landi til að bæta lífsgæði fíkla og berjast fyrir umbótum. Formaður samtakanna segir að nú sé þeirra tími kominn en allir beri skaða af þegar jaðarsettir hópar fá ekki mannsæmandi meðferð. Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar. Fíkn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Samtökin eru enn á byrjunarstigum en þeim er ætlað að ná utan um fjölbreyttan hóp þeirra sem glíma við fíknisjúkdóm. Markmiðið er að þegar fram líða stundir verði hægt að veita ráðgjöf til fíkla sem þurfa á aðstoð að halda. Mikill áhugi var fyrir stofnun slíkra samtaka á ráðstefnu um skaðaminnkun sem fór fram í gær en Ragnar Erling Hermannsson, sem titlar sig stjórnarformann samtakanna Að rótunum, segist lengi hafa gengið með hugmyndina í maganum. „Mér fannst að þetta ætti að vera nafn sem að lýsir því bara að við þurfum að fara að rótum vandans. Nú er kominn tími til að átta sig á því að tölfræðin er til dæmis ekki með okkur fíklum, þegar kemur til að mynda að meðferðarstofnunum og öðrum árangri þar,“ segir Ragnar. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að fá úrræði væru til staðar fyrir fólk með fíknivanda og þyrfti það því til dæmis að halda sig til á svæðum eins og Öskjuhlíð. Að sögn Ragnars er ljóst að allt samfélagið beri skaða af því þegar fólk fær ekki mannsæmandi meðferð. Þá sé það ekki síður kostnaðarsamt fyrir samfélagið. „Annað hvort á fólk eigið líf eða ekki, og allir skaðast af því,“ segir hann. Hann fagnar umræðunni sem hefur átt sér stað og segir tíma notenda kominn. Það hafi lengi verið reynt að ná fram breytingum með því að komast í mjúkinn hjá stjórnmálamönnum og yfirvöldum en nú þurfi aðra nálgun. „Ég er sá sem ætlar ekki að biðja um leyfi lengur. Þú veist bara, má ég eiga lífsgæði, má ég eiga virðingu. Það er ekki þannig, það má ekki vera þannig,“ segir Ragnar.
Fíkn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira