Búast þurfi við sveiflum á eldsneytisverði eftir miklar lækkanir: „Það þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. september 2022 21:33 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ómögulegt að segja hvenær þróun eldsneytisverðs færist aftur í eðlilegt horf og gríðarlegar sveiflur hætti að sjást. Bensínverð hefur lækkað hratt hér á landi undanfarna mánuði en lítið svigrúm er til frekari lækkana að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Lítið þurfi til að verð breytist umtalsvert og ólíklegt að tímabil óvissu renni sitt skeið í bráð. Orkukreppa í Evrópu og stríðið í Úkraínu spili áfram hlutverk og ómögulegt að segja til um hvenær verðþróun fer aftur í eðlilegt horf. Bensínlítrinn fór á dögunum í fyrsta sinn frá því í mars undir 300 krónur í Costco og eru önnur félög mörg hver að lækka sitt verð á höfuðborgarsvæðinu, þó vissulega geti verið sveiflur milli daga. Lægstu og hæstu verð á bensínstöðvum olíufélaganna. Lægsta verðið er á þremur stöðvum Orkunnar þar sem lítrinn er á tæplega 302 krónur en hæsta verðið er á þó nokkrum stöðvum N1, þar sem bensínlítrinn er á rúmar 328 krónur. Á öðrum stöðvum er allur gangur á verðinu, sumar eru með lægra verð en aðrar á ákveðnum stöðum, en yfirleitt er Orkan ódýrust og N1 dýrast. Sömu sögu má segja af landsbyggðinni, þó lægsta verðið sé yfirleitt hærra þar. Á landsbyggðinni er lægsta verðið hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Hæsta verð er á stöðinni í Hrauneyjum. Bensínverð náði hámarki um miðjan júní þegar lítrinn fór fyrst yfir 350 krónur en lækkaði í kjölfarið. Í dag er hæsta verðið upp undir 330 krónur, þó að það sé rúmlega 333 krónur hjá hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, og hefur lækkað nokkuð stöðugt. Um viðkvæman markað er þó að ræða og er ekki óalgengt að sjá miklar sveiflur milli daga. Sigla inn í óvissuvetur Hagsmunaaðilar hafi margir kallað eftir frekari lækkunum en lítið svigrúm virðist vera til þess, meðal annars í ljósi stöðunnar erlendis. Þannig eru ekki forsendur fyrir miklum frekari lækkunum að sögn Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðingi Íslandsbanka. Hvort frekari lækkanir verði yfir höfuð sé óljóst. „Það er alveg spurning hvað er mikið eftir af frekari lækkun, við höfum verið að sjá miklar sveiflur erlendis frá ágústbyrjun, eftir hraða lækkun mánuðina þar á undan og virðist að það þurfi ekki mikið til að slá verðinu upp og niður um einhverjar prósentur upp og niður,“ segir Jón Bjarki. Flestir séu sammála um að heimsbyggðin sé að sigla inn í mikinn óvissuvetur ekki síst vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu og stríðsins í Úkraínu. Þangað til línurnar skýrist frekar sé ómögulegt að segja um framhaldið. „Helstu sérfræðingar á markaði telja mjög snúið að segja nokkuð með vissu um í hvora áttina verðið stefni á komandi vikum. Þannig ég ætla kannski ekki að reyna að vera klárari en þeir, en það er þó gert ráð fyrir að þegar frá líður að verðið þokist á endanum eitthvað niður,“ segir Jón Bjarki. „En það getur auðvitað mikið gengið á þangað til og eins og síðustu vikur sýna, þá þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert,“ segir hann enn fremur. Hvort það taki vikur, mánuði eða jafnvel ár að ná verðinu aftur í eðlilegt horf, sé ómögulegt að segja. „Það er best að gera ráð fyrir því að það sé ekkert alveg að renna sitt skeið, þetta óvissu og sveiflutímabil,“ segir hann. Verðlag Bensín og olía Neytendur Innrás Rússa í Úkraínu Orkumál Tengdar fréttir Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Sjá meira
Bensínlítrinn fór á dögunum í fyrsta sinn frá því í mars undir 300 krónur í Costco og eru önnur félög mörg hver að lækka sitt verð á höfuðborgarsvæðinu, þó vissulega geti verið sveiflur milli daga. Lægstu og hæstu verð á bensínstöðvum olíufélaganna. Lægsta verðið er á þremur stöðvum Orkunnar þar sem lítrinn er á tæplega 302 krónur en hæsta verðið er á þó nokkrum stöðvum N1, þar sem bensínlítrinn er á rúmar 328 krónur. Á öðrum stöðvum er allur gangur á verðinu, sumar eru með lægra verð en aðrar á ákveðnum stöðum, en yfirleitt er Orkan ódýrust og N1 dýrast. Sömu sögu má segja af landsbyggðinni, þó lægsta verðið sé yfirleitt hærra þar. Á landsbyggðinni er lægsta verðið hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Hæsta verð er á stöðinni í Hrauneyjum. Bensínverð náði hámarki um miðjan júní þegar lítrinn fór fyrst yfir 350 krónur en lækkaði í kjölfarið. Í dag er hæsta verðið upp undir 330 krónur, þó að það sé rúmlega 333 krónur hjá hálendismiðstöðinni Hrauneyjum, og hefur lækkað nokkuð stöðugt. Um viðkvæman markað er þó að ræða og er ekki óalgengt að sjá miklar sveiflur milli daga. Sigla inn í óvissuvetur Hagsmunaaðilar hafi margir kallað eftir frekari lækkunum en lítið svigrúm virðist vera til þess, meðal annars í ljósi stöðunnar erlendis. Þannig eru ekki forsendur fyrir miklum frekari lækkunum að sögn Jón Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðingi Íslandsbanka. Hvort frekari lækkanir verði yfir höfuð sé óljóst. „Það er alveg spurning hvað er mikið eftir af frekari lækkun, við höfum verið að sjá miklar sveiflur erlendis frá ágústbyrjun, eftir hraða lækkun mánuðina þar á undan og virðist að það þurfi ekki mikið til að slá verðinu upp og niður um einhverjar prósentur upp og niður,“ segir Jón Bjarki. Flestir séu sammála um að heimsbyggðin sé að sigla inn í mikinn óvissuvetur ekki síst vegna væntanlegrar orkukreppu í Evrópu og stríðsins í Úkraínu. Þangað til línurnar skýrist frekar sé ómögulegt að segja um framhaldið. „Helstu sérfræðingar á markaði telja mjög snúið að segja nokkuð með vissu um í hvora áttina verðið stefni á komandi vikum. Þannig ég ætla kannski ekki að reyna að vera klárari en þeir, en það er þó gert ráð fyrir að þegar frá líður að verðið þokist á endanum eitthvað niður,“ segir Jón Bjarki. „En það getur auðvitað mikið gengið á þangað til og eins og síðustu vikur sýna, þá þarf ekki mikið til að breyta verðinu umtalsvert,“ segir hann enn fremur. Hvort það taki vikur, mánuði eða jafnvel ár að ná verðinu aftur í eðlilegt horf, sé ómögulegt að segja. „Það er best að gera ráð fyrir því að það sé ekkert alveg að renna sitt skeið, þetta óvissu og sveiflutímabil,“ segir hann.
Verðlag Bensín og olía Neytendur Innrás Rússa í Úkraínu Orkumál Tengdar fréttir Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Sjá meira
Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33
Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. 3. september 2022 09:31