Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 16:22 Runólfur Ólafsson,framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Egill Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur. Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Bensínlítrinn fór fyrst yfir 300 krónur í mars og í júní var lítrinn kominn yfir 350 krónur á flestum bensínstöðvum landsins. Samkvæmt upplýsingum á vef Aurbjargar er Costco nú með lægsta eldsneytisverðið á landinu en bensínlítrinn er þar á rúmar 298 krónur. Hjá öðrum félögum er lægsta verðið tæplega 302 krónur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir löngu tímabært að verðið lækki. „Við höfum gagnrýnt að félögin hafa verið mjög sein til lækkunar undanfarnar vikur og við höfum séð þessa þróun eiga sér stað fyrr á nágrannamörkuðum og við vorum bara nýlega með frétt fyrir helgi að bensín á Íslandi var það dýrasta í Evrópu. Í sjálfu sér fögnum að félögin séu eitthvað að taka við sér en þetta er eitthvað sem við áttum von á,“ segir Runólfur. Verðið enn hátt og enn hærra á landsbyggðinni Verð sé enn gríðarlega hátt, þar sem verð á lítrann sé allt að 20 krónum hærri en á meðalári, en undirliggjandi verðlækkun sé til staðar. Þegar litið er til landsbyggðarinnar er verð þó miklu hærra, á stöðvum Olís í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Hrauneyjum og á Akranesi er verðið til að mynda rúmar 333 krónur á lítrann. Verð er yfirleitt lægra á höfuðborgarsvæðinu en Runólfur segir þetta spurningu um álagsstefnu félaganna. Hann bendir þó á að félögin séu tilbúin að bjóða umtalsvert lægra verð, til að mynda á Akureyri. „Einstaka sinnum sjáum við þetta gerast annars staðar á landsbyggðinni, það er svona smá viðleitni til lækkunar. Þannig það er alveg tækifæri til þess að lækka víðar og vera ekki að bjóða landsbyggðinni upp á þetta ofurverð,“ segir hann. Hvað þróunina varðar almennt sé erfitt að segja, þar sem stríðið í Úkraínu spili meðal annars stór hlutverk. „Það er engin sérstök bjartsýni en auðvitað eru eins og til dæmis Evrópusambandið að reyna að grípa til aðgerða með verðþaki og slíku, og víða hafa líka stjórnvöld í nágrannalöndum okkar, svona tímabundið alla vega, lækkað skatta á eldsneyti til að mæta auknum orkukostnaði sinna landsmanna. En að óbreyttu þá verður verð hátt,“ segir Runólfur.
Bensín og olía Neytendur Verðlag Bílar Tengdar fréttir FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10
350 króna múrinn fallinn Bensínlítrinn er nú víða kominn yfir 350 krónur í kjölfar umtalsverðra hækkana seinustu misseri. Samkvæmt gögnum frá Gasvaktinni reið Orkan á vaðið á mánudag og hækkaði verð á flestum stöðvum sínum um 11,5 krónur úr 343,4 krónum í 354,9 krónur á lítrann. 15. júní 2022 17:24