Lögnin sem fór í sundur er sextíu ára gömul Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 15:29 Íbúar Hvassaleitis fylgdust náið með störfum slökkviliðs í gær. Hugur Veitna er nú sagðuir hjá þeim. Vísir/Vilhelm Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri. Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum. Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum.
Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46
Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04