„Ég sé ekki eftir neinu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Alexandra Jóhannsdóttir fékk draum uppfylltan þegar hún spilaði á EM í Englandi í sumar en nú vill hún að HM-draumurinn rætist. VÍSIR/VILHELM Alexandra Jóhannsdóttir er klár í krefjandi og afar mikilvæga leiki í lokaumferðum undankeppni HM í fótbolta. Hún er glöð eftir að hafa gengið í raðir Fiorentina á Ítalíu en segist hafa lært afar mikið af dvöl sinni í Þýskalandi. Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Alexandra, sem er 22 ára, var á dögunum kynnt sem nýjasti leikmaður Fiorentina en hún kemur til félagsins eftir að hafa hafið atvinnumannsferilinn hjá Frankfurt í Þýskalandi. „Ég er mjög glöð og spennt fyrir nýju tímabili, og spennt fyrir ítölsku deildinni. Ég er ekki búin að vera þarna nema tvær vikur, eina með liðinu, en fyrstu kynnin eru alla vega mjög góð,“ sagði Alexandra í Garðabæ í gær, fyrir æfingu íslenska landsliðsins sem nú undirbýr sig fyrir leiki við Hvíta-Rússland og Holland. Alexandra viðurkennir að það sé strembið að ná tökum á ítölskunni, sem er auðvitað aðaltungumálið á æfingum Fiorentina: „Að skilja eitthvað á æfingu gengur ekki neitt,“ sagði hún hlæjandi, en þó ánægð með lífið hjá nýju liði og í borginni Flórens. „Borgin er ótrúlega falleg og það er alveg plús.“ Alexandra var tvö tímabil hjá Frankfurt en spilaði lítið fyrir liðið og var aðeins einu sinni í byrjunarliði í þýsku deildinni á síðustu leiktíð. Hún segir dvölina engu að síður hafa gert sér gott: „Ég sé ekki eftir neinu þegar ég horfi til baka. Maður getur ekkert gert það. Auðvitað er leiðinlegt að ná ekki markmiðum sínum en ég lærði helling og þroskaðist ótrúlega mikið á þessum tíma.“ Klippa: Alexandra um lífið í Flórens og landsleikina „Erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM“ Þessa þekkingu vonast Alexandra eflaust til að geta nýtt í leikjunum við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag, og gegn Hollandi í Utrecht næsta þriðjudag. Ef Ísland vinnur lið Hvít-Rússa og nær að minnsta kosti jafntefli gegn Hollandi kemst liðið á HM í fyrsta sinn. „Þetta verða ótrúlega krefjandi leikir og ótrúlega mikilvægir. Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna þennan leik á föstudaginn og allur fókus hjá okkur er núna á hann. Við erum í svakalegri stöðu til að komast beint á HM. Við erum öruggar um umspilssæti en núna snýst þetta um að vinna leikinn á föstudaginn og fókusinn er þar,“ sagði Alexandra og bætti við: „Það var stór draumur að komast á EM og hann rættist í sumar. Ég held að það sé draumur allra að fara á stórmót með landsliðinu sínu og hvað þá að komast á HM í fyrsta skipti. Það væri algjör draumur,“ segir Alexandra en viðtalið við hana má sjá hér að ofan. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Sara Björk: Byrjuð að babla en þær hlæja bara Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir segir síðustu mánuði hafa verið líf í ferðatösku en hún er smám saman að koma sér fyrir í Tórínó, hjá Ítalíumeisturum Juventus. Næstu daga ætlar hún sér hins vegar að nýta í að koma kvennalandsliðinu í fótbolta á HM í fyrsta sinn. 30. ágúst 2022 13:30
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann