„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Árni Konráð Árnason skrifar 28. ágúst 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. „Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
„Þetta var öflug frammistaða, það sem að þurfti til. Þessi deild er þannig að þú færð það sem að þú gefur í þetta og ég var ánægður með liðið mitt í dag“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Vísi eftir leik. Breiðablik hefur verið afar heppið með meiðsli í sumar þrátt fyrir mikið leikjaálag og eiga leik strax á miðvikudag gegn Víking Reykjavík í bikarnum. „Hann [hópurinn] lítur bara mjög vel út. Ég get lofað því að ég verði með átján manna skýrslu og ég held að standið sé bara ljómandi gott. Ég held að það séu allir heilir, nema einhverjir í lok leiksins hafi meiðst. Ég er svo sem ekki búinn að fá neitt um það, en standið er bara ljómandi gott“ Gísli Eyjólfsson komst loks á blað eftir að hafa verið að glíma við markaþurrð í sumar. Gísli var hæstánægður með að hafa loks skorað er ég talaði við hann eftir leik og spurði hvort að skot sitt í slánna á 7. mínútu hafi ekki verið inni. „Það er bara frábært að hann sé að skora, hann skoraði í bikarnum á móti Skaganum, en Gísli þarf ekki að skora fyrir okkur til þess að vera einn af okkar bestu mönnum og einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann er búinn að vera frábær í sumar og búinn að þroskast gríðarlega sem leikmaður, sem karakter er hann leiðtogi í liðinu,“ sagði Óskar og hélt áfram. „Fyrir mann eins og hann sem að hefur skorað mikið í gegnum tíðina þá er dýrmætt að skora, það er gott fyrir sálina – það nærir sálina. En fyrir mér eru öll návígin, tæklingarnar og pressurnar sem að hann fer í. Boltarnir og mennirnir sem að hann eltir uppi eru mikið mikilvægari fyrir liðið, fyrir mig og fyrir hann en hvort að hann skori eða ekki, en það er alltaf gott að skora.“ Blikar eru með 9 stiga forskot á toppnum og er ansi góðar líkur á að titillinn endi í Kópavogi. „Nei, við erum langt frá því að vera með níu putta á bikarnum. Við erum mögulega með hálfan putta á bikarnum, ég held að það sé allt of mikið eftir til þess að fara að tala um það. Við eigum erfiðan bikarleik á miðvikudaginn og síðan eru þrír leikir eftir í þessari venjulegu deildarkeppni. Við getum ekki annað en tekið einn leik í einu, auðvitað lítur þetta ágætlega út í dag, en við vitum það að það hefur aldrei gefið neitt,“ sagði Óskar. Óskar sagði að endingu að það væru óvissu tímar framundan, október mánuður, sem að hefur ekki verið spilaður hingað til en segir þó ef að Blikar haldi áfram að stíga á bensíngjöfina án þess að fara af henni að þá verður niðurstaðan góð í lok móts.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira