Laumaði Lars framhjá dyravörðum og starfsfólki Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 23:01 Hér sést Lars í bakgrunninum við myndavegg Bullseye. Honum var rænt þaðan í gærkvöldi. Friðrik Grétarsson Heimilisbangsanum á pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut var stolið í gærkvöldi. Rekstrarstjórinn segir málið vera dapurlegt í alla staði og skorar á þjófinn að skila bangsanum. Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Bangsinn Lars hefur búið á Snorrabraut 37 allt frá því að pílustaðurinn Bullseye opnaði þar undir lok árs 2020. Lars er skírður í höfuðið á fastakúnna staðarins, Lars Kresse. „Þetta er dapurlegt mál í alla staði. Hann var í geymslu fyrst en var tekinn fram um daginn og hefur vakið mikla lukku. Margir hafa látið ljósmynda sig með honum og hann hefur fengið góðar móttökur. Það er þyngra en tárum taki að honum hafi verið stolið,“ segir Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri Bullseye, í samtali við fréttastofu. Lars var afar vinsæll og vildu margir fá mynd af sér með honum. Lars var stolið á háannatíma í gærkvöldi og tóku dyraverðir og starfsfólk ekki eftir því að hann væri horfinn fyrr en það var orðið of seint. Ekki er hægt að sjá hver rændi Lars á öryggismyndavélum og einhvernveginn hefur þjófnum tekist að koma stórum og stæðilegum Lars framhjá dyravörðum staðarins. „Þetta hefur verið einhver þaulvanur bangsaþjófur á ferðinni. Við auðvitað skorum á viðkomandi að skila honum aftur á Bullseye. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Skorri. Hann telur að einhver hafi aðeins prjónað yfir sig í gleðinni eftir skemmtilegt kvöld og gott pílukast og þótt þetta fyndið. Skorri segir starfsfólk Bullseye þó ekki hlæja yfir þessu. Staðurinn sé tilbúinn að veita fundarverðlaun. „Til þess sem getur bent okkur á hvar Lars er niðurkominn. Þeim er boðið í pílu, drykk og mat,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira