Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann Atli Arason skrifar 27. ágúst 2022 08:00 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Vísir/Bára Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tilkynnti í gær að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril í körfubolta. Brynjar segist þó ekki alveg horfinn af sjónarsviðinu en ætlar að taka sér smá pásu frá boltanum. „Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann. Ég ætla allavegana aðeins að bíða með að fara í einhverja þjálfun eða eitthvað svoleiðis og leyfa þessu aðeins að sjatna en svo sjáum við til,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í viðtali við Stöð 2 í gær. Brynjar spilaði 69 leiki með landsliðinu á sínum ferli og fór meðal annars með landsliðinu á EM. Eins og kannski flestir, þá bjóst hann ekki við þessari ótrúlegu framþróun á íslenskum körfubolta sem hefur átt sér stað frá því hann byrjaði að spila. „Þegar maður kemur fyrst inn í þetta 2006 þá erum við í harki í þessu B-deildar fyrirkomulagi sem var hérna áður fyrr. Þá horfði maður á þetta eins og maður ætti engan möguleika að komast á eitthvað mót,“ sagði Brynjar sem þakkar baráttu Ólafs Rafnssonar heitins, sem barðist fyrir því að minni landslið kæmust inn á stórmót. „Með þessari gullkynslóð, 82 og 81 árganginum þá gerðist eitthvað fallegt. Þetta var eiginlega toppurinn á ferlinum því það var svo gaman að vera í landsliðinu. Peningar skiptu engi máli og menn voru bara í þessu af ástríðu. Þá fórnuðu menn sumarfríinu til að vera með landsliðinu því þetta var svo ógeðslega skemmtilegt. Menn fórnuðu tíma sínum fyrir land og þjóð,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Brynjar fór um víðan völl í viðtali við Guðjón Guðmundsson en samtalið þeirra í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla KR Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
„Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann. Ég ætla allavegana aðeins að bíða með að fara í einhverja þjálfun eða eitthvað svoleiðis og leyfa þessu aðeins að sjatna en svo sjáum við til,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í viðtali við Stöð 2 í gær. Brynjar spilaði 69 leiki með landsliðinu á sínum ferli og fór meðal annars með landsliðinu á EM. Eins og kannski flestir, þá bjóst hann ekki við þessari ótrúlegu framþróun á íslenskum körfubolta sem hefur átt sér stað frá því hann byrjaði að spila. „Þegar maður kemur fyrst inn í þetta 2006 þá erum við í harki í þessu B-deildar fyrirkomulagi sem var hérna áður fyrr. Þá horfði maður á þetta eins og maður ætti engan möguleika að komast á eitthvað mót,“ sagði Brynjar sem þakkar baráttu Ólafs Rafnssonar heitins, sem barðist fyrir því að minni landslið kæmust inn á stórmót. „Með þessari gullkynslóð, 82 og 81 árganginum þá gerðist eitthvað fallegt. Þetta var eiginlega toppurinn á ferlinum því það var svo gaman að vera í landsliðinu. Peningar skiptu engi máli og menn voru bara í þessu af ástríðu. Þá fórnuðu menn sumarfríinu til að vera með landsliðinu því þetta var svo ógeðslega skemmtilegt. Menn fórnuðu tíma sínum fyrir land og þjóð,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. Brynjar fór um víðan völl í viðtali við Guðjón Guðmundsson en samtalið þeirra í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Landslið karla í körfubolta Subway-deild karla KR Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira