Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 26. ágúst 2022 15:00 Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Úttekt innri endurskoðunar á sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni. Ýmislegt kom fram í henni. Það sem kom mest á óvart er að einkareknir leikskólar hafa heimildir til þess að greiða sér út arð, og það án neinna skilyrða. Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur. Greiddur er umtalsverður arður út til eigenda sem jafnframt eru á launaskrá hjá leikskólanum. Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út. Yfir 100 milljónir í arðgreiðslur Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkurborg sem hljóta samtals 2,9 milljarðar króna rekstrarframlags frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna. Þetta eru háar upphæðir og því mikilvægt að við vitum að þær séu alveg örugglega að nýtast börnunum og starfi leikskólanna. Nokkrir þessara leikskóla eru félagslega reknir og því er tryggt að allt fé renni beint aftur í leikskólastarfið og ekki í neitt annað. En því miður gildir svo ekki um alla sjálfstætt rekna leikskóla. Hluti þeirra hefur á síðustu árum greitt sér út meira en 100 milljónir í arð samkvæmt skýrslunni. Það þýðir að í stað þess að fé sem borgin er að styðja leikskólanna með renni beint í leikskólastarfið er hluti þess að enda í vasa eigendanna. Hvernig erum við þarna að tryggja sem bestu gæði leikskólastarfs í borginni? Ég get ekki séð hvernig svo er. Fé rennur í vasa eigenda í stað þess að hlúa að börnum Þrír leikskólanna hafa greitt út rúmlega 20 milljónir í arð á síðustu árum. Einn þeirra sker sig sérstaklega úr og hefur greitt út 65 milljónir á tveimur árum. Auk þess er þar rukkað sérstakt aukagjald umfram það hámark á leikskólagjöldum sem leyfi er gefið fyrir í samningi við borgina. Annar leikskóli keypti íbúðarhúsnæði sem ekki er vitað til hvaða nota er ætlað. Dæmi eru um að leikskólar séu að greiða sér út arð í bullandi taprekstri. Útsvarinu okkar er ekki best borgið í að viðhalda arðgreiðslum og einhverju sem lítur út fyrir að vera íbúðabrask. Borgaryfirvöld leyfa þessu að viðgangast. Engin mörk virðast sett á hömluleysið. Heimildir borgarinnar fyrir skilyrðislausum arðgreiðslum eru að bitna á börnunum. Borgin á ekki að vera að opna á viðskiptatækifæri með barnæskuna. Við eigum að mæta grunnþörfum þeirra í stað þess að búa til gróðamaskínur í kringum þau. Gróðastarfsemi leikskóla bitnar á börnunum Sósíalistar hafa ekkert á móti því að til séu öðruvísi leikskólar en þeir sem borgin rekur. Sjálfseignarstofnanir eða félagslega reknir leikskólar vinna gott starf og það er gott að hafa fjölbreytni. Það er ekki í lagi að leikskólar séu reknir til þess að raka fé frá börnum. Gróðastarfsemi á ekki heima innan þeirra því það hefur í för með sér hvata til þess að draga úr þjónustu við börnin og setja aukið álag á starfsfólkið, sem getur auk þess ógnað öryggi barnanna. Hverjar eru okkar frumforsendur sem samfélags? Það er ekki þetta. Að börn séu nýtt sem viðskiptatækifæri. Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla? Það minnsta sem meirihlutinn í borginni getur gert nú er að setja reglur um að arðgreiðslur ættu að fara beint aftur í skólana og nýtast börnunum, með því að fjölga kennurum, bæta leikvöllinn eða sinna viðhaldi á skólabyggingunni. Tryggjum gjaldfrjálsa leikskóla Ein af aðaláherslum Sósíalista er að börn eigi ekki að þurfa borga fyrir þjónustu borgarinnar. Það felur í sér að þau séu ekki rukkuð um leikskólagjöld. Með því að tryggja það komum við í veg fyrir að leikskólar geti sópað fé út úr starfinu og fært í vasa eigenda. Borgin á ekki að vera að niðurgreiða slíka starfsemi, heldur einfaldlega tryggja að það sé engin gjaldskrá. Við eigum öll að geta sammælst um það að börnin séu sett í fyrsta sæti og verið fullviss um að fé úr okkar sameiginlega sjóði sé að renna til barnanna og ekki neitt annað. Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu innri endurskoðunar um úttekt á sjálfstætt reknum grunn- og leikskólum geta afritað þennan hlekk og límt á vafranum sínum: https://borgarvernd-web.cdn.prismic.io/borgarvernd-web/0820859a-5c9b-4b7d-8acf-df5883295013_Innri+endurskodun+skyrsla+leik+og+grunnskolar_24.03.2022.pdf Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun