Án Jóns Axels gegn heimsmeisturunum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 12:31 Jón Axel Guðmundsson í leik gegn Ítalíu fyrr í undankeppninni, sem Ísland vann eftir tvöfalda framlengingu. VÍSIR/BÁRA Íslenska landsliðið í körfubolta verður án tveggja fastamanna þegar liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Spánar á útivelli í undankeppni HM. Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Martin Hermannsson sleit krossband í hné í vor og mun því ekki spila meiri körfubolta á þessu ári. Craig Pedersen landsliðsþjálfari sagði svo frá því á RÚV í dag að Jón Axel Guðmundsson yrði ekki með á Spáni í kvöld vegna minni háttar bakmeiðsla, en að vonandi yrði hann með gegn Úkraínu í Ólafssal á laugardaginn. Þar með ætti Ragnar Ágúst Nathanaelsson að koma inn í íslenska hópinn. Þrír úr NBA-deildinni Ljóst er að nær óvinnandi verk bíður Íslands í kvöld, í leik sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Í æfingahópi Spánverja fyrir leikinn eru meðal annars þrír leikmenn úr NBA-deildinni; bræðurnir Juancho og Willy Hernangómez, sem spila með Toronto Raptors og New Orleans Pelicans, og Usman Garuba úr Houston Rockets. Fleiri frábærir leikmenn eru í liðinu eins og leikstjórnandinn Lorenzo Brown sem fékk spænskan ríkisborgararétt þrátt fyrir að hafa aldrei búið á Spáni eða eiga nokkur tengsl við landið. Möguleiki á að komast á HM í fyrsta sinn Ísland er nú að hefja leik á seinna stigi undankeppni HM. Ljóst er að Ísland á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni en ætla má að það velti á úrslitum í öðrum leikjum en útileik gegn heimsmeisturunum. Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu.Skjáskot/Wikipedia Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira