Beittu armlás og tóku dróna svissnesks tökuliðs ófrjálsri hendi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. ágúst 2022 16:32 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals. Vísir/Egill Lögreglan á Vesturlandi hefur endurheimt dróna svissnesks tökuliðs sem níu starfsmenn Hvals tóku ófrjálsri hendi þegar tökuliðið var að mynda hvalstöðina í Hvalfirði. Tökuliðið hefur nú gefið skýrslu hjá lögreglu en Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, hefur einnig kært atvikið. Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu. Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins í gær. Þar lýsti Kristján Loftsson því yfir að starfsmenn Hvals hafi tekið drónann, sem er frá Swiss National Broadcasting Corporation, eftir að dróninn hafði flogið í um 20 metra hæð yfir hvalstöðinni. „Samkvæmt lögum er það allt of nálægt, drónar eiga að vera í 150 metra fjarlægð frá athafnasvæðum nema leyfi liggi fyrir til að fara inn á svæðið,“ er haft eftir Kristjáni. Honum fannst því ekkert athugavert við gripdeild starfsmanna sinna. Kristján segist einnig hafa neitað því að veita mönnunum viðtal. „Þeir segjast svo koma hérna 6. ágúst og ég svaraði honum tveimur dögum síðar og sagðist ekki geta hitt hann á þessum tíma. Ef einhver sendir þér skeyti 2. ágúst, á þriðjudegi, og vill hitta þig á laugardegi er bara ekkert á vísan að róa með það og ég sagði honum það bara,“ sagði Kristján. Gripdeild ekki heimil Í samtali við fréttastofu staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, að málið hafi komið inn á borð lögreglu. Báðir aðilar hafi leitað til lögreglunnar en svissneski dróninn hefur nú verið endurheimtur af embættinu. Hann áréttar jafnframt að enginn geti „lagt hald“ á síma eða dróna, þó um möguleg persónuverndarbrot eða brot á reglugerðum um fjarstýrð loftför (dróna) sé að ræða. Aðeins sé hægt að kæra atvikið og hafa samband við lögreglu. Frá verkun Hvals. Starfsmenn hafa þurft að eiga við ýmis tökulið víða að úr heiminum sem vilja fylgjast með hvalveiðum.Egill Aðalsteinsson Ógnandi tilburðir Í viðtali Morgunblaðsins vísar Kristján Loftsson til Philippe Blancs, fréttamanns svissneska miðilsins sem veitti Morgunblaðinu viðtal í gær. Philippe segir teymið algjörlega hlutlaust og hafi ekki ætlað að draga upp dökka mynd af hvalveiðunum. Kristján hafi hins vegar logið til um það, hvenær veiðarnar væru. „Þegar við fórum þarna upp eftir sáum við að starfsemin var í fullum gangi, skip kemur þarna inn með hval,“ er haft eftir Philippe. „Þá koma þarna upp eftir til okkar níu starfsmenn Hvals og eru lítt við alþýðuskap, hafa í frammi ógnandi tilburði og hóta okkur. Einn þeirra beitti mig armlás svo ég fékk mig hvergi hrært,“ er haft eftir Philippe að auki. Eins og sagði er málið nú í rannsókn lögreglu.
Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Fjölmiðlar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira