Hverarúgbrauð og brauðsúpa í símaklefa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 09:02 Dísa að athuga með rúgbrauðið sitt í einum af hverunum í Reykhólum en það tekur sólarhring að baka brauðið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hverarúgbrauð, taupokar, brauðsúpa og símaklefi, hvað ætli það eigi sameiginlegt? Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Það er mikið af heitu vatni og hverum í Reykhólasveit og þá er um að gera að nýta sér jarðhitann. Það gerir Dísa Sverrisdóttir, hress og skemmtileg kona á staðnum því hún bakar alltaf rúgbrauð í einum hvernum og selur það síðan í sjálfsafgreiðslu í símaklefa í þorpinu, ásamt öðrum vörum og fleira fólk á staðnum eru með sínar vörur til sölu í símaklefanum. „Ég er hérna með rúgbrauðið og brauðsúpuna í símaklefanum. Svo hef ég verið að sauma þessa taupoka, sem eru hérna hangandi og svo er einn hérna með þörungamjöl, setur í fötur og selur. Og þetta er allt gert fyrir þá heimamenn, sem eru með einhverja atvinnustarfsemi hérna,“ segir Dísa. Dísa er mjög ánægð með gufuhverinn sinn. „Já, já, þetta er fínn gufuhver, sem hefur reynst mér vel. Það tekur 24 tíma að baka eitt rúgbrauð.“ Dísa við símaklefann á Reykhólum, sem hefur slegið í gegn hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dísa segir símaklefann vera mikla lyftistöng fyrir þorpsbúa og ekki síður ferðamenn, sem hafa gaman að koma við í klefanum og gera góð kaup. „Það er opið allan sólarhringinn, það er náttúrulega misjafnt hvað er til, það er ekki alltaf hægt að vera með fullt en það rennur út öðru hvoru,“ segir Dísa. En borgar fólk alltaf uppsett verð eða? „Já, það er eiginlega betra en heiðarlegt því stundum borgar það meira en það þarf, ef það á ekki klinkið, þá bara tekur það upp seðilinn,“ segir Dísa og hlær. Nokkrir heimamenn eru með vörur sínar til sölu í klefanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykhólahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira