Mikil ásókn í þyrluferðir: „Þetta er sko enginn ræfill núna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2022 12:51 Íslendingar virðast rólegri yfir gosinu að mati framkvæmdastjóra Norðurflugs en þó er mikil ásókn í þyrluferðir og allt að bókast upp. vísir/Vísir Gríðarleg ásókn er í þyrluflug yfir gosstöðvarnar og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfiðara en síðast að taka á móti miklum fjölda með skömmum fyrirvara vegna bókunarstöðu. Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Sjá meira