„Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 14:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fyrst og fremst að sínir menn sýni hugrekki og þor í kvöld. Stöð 2 „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira