Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 21:30 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Egill Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. „Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég var á heilmiklu ferðalagi um Grindavík í morgun og hitti þar fullt af fólki. Þar bar auðvitað á góma jarðskjálftarnir, framhaldið og allt þetta og það var eiginlega bara samhljómur hjá íbúum um að vonandi færi að gjósa sem fyrst, úr því þetta ætti að fara að koma. Þá myndu þessir jarðskjálftar hætta.“ Grindvíkingar bundu líka vonir við að eldgosið yrði á góðum stað. „Þetta telst nú vera góður staður. Fjær Grindavík en áður og hætt að búnka þarna upp miklu hrauni. Þannig að ég held að það sé rólegt yfir íbúum bæjarins hvað þetta varðar.“ Fannar varaði við því að eldgosið væri stærra og hættulegra en gosið í fyrra og að fólk þyrfti að fara varlega og vera vel útbúið. Sjá einnig: Töluvert stærra gos og virðist byrja af meiri krafti Þegar rætt var við Fannar í fréttum Stöðvar 2 sagði hann nýbúið að senda út skilaboð um eldgosið og að þá hefðu verið um átta þúsund símar á svæðinu. Margir væru augljóslega í Grindavík en það væru samt mjög margir við eldstöðvarnar. Fannar sagði erfiðara fyrir björgunarsveitir og viðbragðsaðila til að komast að eldstöðvunum, miðað við gosið í fyrra, og að aukinn viðbragðstími væri áhyggjuefni. „Það er alveg víst að það verða meiðsli, og það mörg eins og gerðist síðast. Það þarf að fara mjög gætilega,“ sagði Fannar. Varðandi mögulegan ávinning af eldgosinu og mögulegu flæði ferðamanna, sagði Fannar að líklega myndu væntanlega góðar tekjur rata í ríkissjóð. Grindavíkurbær bæri hins vegar mikinn kostnað af jarðhræringunum. „Hann nemur tugum milljóna, þannig að við berum hitann og þungann af þessu öllu saman og landeigendur hérna líka,“ sagði Fannar. Hann sagði helsta áhyggjuefnið þó vera öryggi ferðamanna „Og það er ekki hægt að tryggja án þess að fólk hlýði fyrirmælum yfirvalda og lögreglunnar og sé ekki að fara hérna illa búið. Ég sá hérna fjölskyldu leggja af stað áðan með svona tvö átta ára börn,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Sjá meira
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. 3. ágúst 2022 16:17