Skammbyssan reyndist leikfangabyssa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. ágúst 2022 07:43 Þrír menn úrskurðaðir í gærsluvarðhald vegna morðs í Rauðagerði Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Maður var handtekinn klukkan hálf sex í morgun eftir að lögreglu barst tilkynning um að hann væri vopnaður skammbyssu við Smáralind í Kópavogi. Í ljós kom að um leikfangabyssu væri að ræða. Maðurinn reyndist aðeins sautján ára gamall og var foreldrum og barnaverndarnefnd gert viðvart. Þá réðst kvenmaður á þrítugsaldri á vegfaranda af handahófi og sló hann í andlitið rétt eftir klukkan þrjú í nótt. Vegfarandinn hlaut ekki mikla áverka en var ósáttur við árásarmanninn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Lögregla fékk tilkynningu um reykskynjara í húsi á Hverfisgötu klukkan 00.40 og í ljós kom að þar var minniháttar eldur. Vel gekk að slökkva eldinn en grunur er um íkveikju. Aðeins hálftíma síðar var lögregla kölluð út vegna húsbrots en þar hafði maður ráðist að húsráðanda í Grundarhvarfi og framið þar eignaspjöll. Sá var handtekinn á vettvangi en hann er einnig grunaður um að hafa kveikt í á Hverfisgötunni. Lögregla hefur til skoðunar hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna grunaðra brota. Klukkan hálf tíu í gærkvöldi var kona handtekin á heimili sínu eftir að hafa beitt heimilisfólk ofbeldi. Hún var undir miklum áhrifum áfengis og var látin gista fangageymslu. Nokkrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og einn var gripinn á 110 kílómetra hraða á Miklubraut, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 kílómetra hraði á klukkustund. „Mjög rólegt var í miðborginni í tengslum við skemmtanalífið og mjög fá mál komu upp tengdu því,“ segir að öðru leyti í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Þá réðst kvenmaður á þrítugsaldri á vegfaranda af handahófi og sló hann í andlitið rétt eftir klukkan þrjú í nótt. Vegfarandinn hlaut ekki mikla áverka en var ósáttur við árásarmanninn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Lögregla fékk tilkynningu um reykskynjara í húsi á Hverfisgötu klukkan 00.40 og í ljós kom að þar var minniháttar eldur. Vel gekk að slökkva eldinn en grunur er um íkveikju. Aðeins hálftíma síðar var lögregla kölluð út vegna húsbrots en þar hafði maður ráðist að húsráðanda í Grundarhvarfi og framið þar eignaspjöll. Sá var handtekinn á vettvangi en hann er einnig grunaður um að hafa kveikt í á Hverfisgötunni. Lögregla hefur til skoðunar hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna grunaðra brota. Klukkan hálf tíu í gærkvöldi var kona handtekin á heimili sínu eftir að hafa beitt heimilisfólk ofbeldi. Hún var undir miklum áhrifum áfengis og var látin gista fangageymslu. Nokkrir voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og einn var gripinn á 110 kílómetra hraða á Miklubraut, þar sem leyfður hámarkshraði er 60 kílómetra hraði á klukkustund. „Mjög rólegt var í miðborginni í tengslum við skemmtanalífið og mjög fá mál komu upp tengdu því,“ segir að öðru leyti í dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Viðskiptaráð í stríði því enginn eigi að eignast húsnæði nema annar græði Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira