Að græða á ríkinu en tapa börnum sínum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 31. júlí 2022 13:00 Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk er ungt og ástfangið getur ekkert gerst. Framtíðin blasir við unga fólkinu. Barn í vændum og hamingja óstjórnleg. Ekki hægt að hemja hana. Par bíður í ofvæni eftir að erfingi fæðist. Síðan annar. Þau gifta sig ekki. Margir telja það óþarfa. Barnið kemur. Parið ræðir saman. Er ekki sniðugt að ég skrái mig sem einstæða móður segir konan. Þá fáum við hærri barnabætur og annars konar fríðindi frá hinu opinbera. Gerum það segir piltur og skráir sig hjá foreldrum eða vinum. Heppin, þeim tókst að leika á kerfið. Annað barn bætist við. Leika áfram sama leikinn nema nú hækka upphæðirnar. Lífið er yndislegt og hið opinbera grunar þau ekki. Vinir þeirra og fjölskylda segir ekki frá. Hið opinbera pungar út, enda einstæð móðir með tvö börn samkvæmt kerfinu. Það kastast í kekki hjá unga parinu. Gengur illa að vinna úr ágreiningsmálum. Þau ákveða að fara í sitthvora áttina. Þá fyrst blasir vandinn við honum. Hann á ekki tilkall til barna sinni. Hann á ekki rétt á lögheimilisskráningu barna sinna (þeim fylgir meðlag og barnabætur). Hann hefur aldrei verið skráður í sambúð með barnsmóður sinni og börnum. Kerfið lítur svo á að honum komi þau eiginlega ekki við. Hann hefur aldrei haft aðgang að neinum upplýsingum um börn sín. Skipti ekki máli þegar allt lék í lyndi. Allt annað upp á teningnum. Nú eru góð ráð dýr. Konan ákveður að hegna kærastanum. Notar börnin til þess. Hún veit að hann á ekki rétt. Hún hefur vopnið í sínum höndum. Veit sem svo að lögheimili barnanna er hjá sér. Ekkert breytist hjá henni, nema nú fær hún meðlag í raun og vera. Til að losa sig við kærastann úr lífi sínu og barnanna getur konan beitt tálmun. Hægt og bítandi fækkar samverustundum föður við börn sín. Að lokum er hann útilokaður og finnst jafnvel ekki í lífi barnanna meira. Jú sem peningamaskína. Honum ber nefnilega skylda til að greiða meðlag þrátt fyrir að mega ekki hitta börn sín og ala þau upp. Hann má ekki leiðbeina þeim í lífinu. Hann má ekki vera stoð þeirra og stytta. Móðir ákveður það! Lögheimili barna er ekki hægt að færa nema foreldrið sem hefur það geri það. Skiptir þá engu hvort barnið býr hjá hinu foreldrinu. Ekkert stjórnvald hefur getu eða vilja til að grípa inn í lögheimilsskráningu barna. Mörg börn búa hjá feðrum sínum sem borga meðlag til móður. Sem sagt þeir hafa tvöfalda framfærsluskyldu. Vilja ekki rugga bátnum. Gætu misst barnið. Höfða þarf dómsmál til að hnekkja á lögheimili móður og þau mál eru ekki sett í forgang í dómskerfinu. Kerfið sem ég lýsi hér er meingallað. Ég segi við ykkur feður. Látið aldrei telja ykkur inn á slíkt ráðabrugg. Þið græðið á ríkinu en gætuð tapað barni eða börnum ykkar. Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar