„Fórum að sofa og vöknum um vetur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2022 13:44 Skálaverðir í Drekagili vissu ekki hvaðan sig stóð veðrið í morgun. Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar. Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend
Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira