Bryggja í Reykhólahöfn gaf sig og hrundi í sjóinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 13:07 Hluti Reykhólahafnar hrundi í sjóinn í nótt. Ingibjörg Birna Stór hluti bryggju Reykhólahafnar gaf sig og hrundi í sjóinn í morgun. Framkvæmdir stóðu yfir við höfnina en að sögn sveitarstjóra mun Vegagerðin framkvæma bráðabirgðaviðgerð nú upp úr hádegi. Hún segir heppilegt að höfnin hafi hrunið um nótt en vitað var að úrbóta væri þörf. „Framkvæmdir stóðu núna yfir. Það er sum sé verið að stækka höfnina, við höfum beðið eftir því í mörg ár. Það er verið efnaskipta í botninum og reka nýtt stálþil niður í höfnina,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Stöð 2/Arnar Hún segir sveitastjórn hafa verið meðvituð um að höfnin væri orðin viðkvæm. „Við höfum verið að kanna hvort hún væri nógu sterk. En í þessum framkvæmdum hefur eitthvað gerst þannig að efni hefur komist á milli og eitthvað gefið sig.“ Hún bætir við að til stóð að gera úrbætur í ágúst sem verði nú flýtt. Bráðabirgðaviðgerð verði gerð á höfninni nú upp úr hádegi. „Þeir hjá Vegagerðinni eru staddir núna í Teigsskógi og þeir koma í hádeginu með vélar og tæki,“ segir Ingibjörg. Helstu afleiðingar slyssins séu að Þörungaverksmiðjan á Reykhólum geti ekki landað. „Það er bara rosaleg heppni að þetta gerðist í nótt en ekki í dag þegar löndun hefði staðið yfir. Það er mikil lukka að það hafi verið hægt að bregðast svona fljótt við, það er bara núna í hádeginu.“ Svona var umhorfs þegar sveitstjórinn kom að bryggjunni í dag.Ingibjörg Birna Reykhólahreppur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
„Framkvæmdir stóðu núna yfir. Það er sum sé verið að stækka höfnina, við höfum beðið eftir því í mörg ár. Það er verið efnaskipta í botninum og reka nýtt stálþil niður í höfnina,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Stöð 2/Arnar Hún segir sveitastjórn hafa verið meðvituð um að höfnin væri orðin viðkvæm. „Við höfum verið að kanna hvort hún væri nógu sterk. En í þessum framkvæmdum hefur eitthvað gerst þannig að efni hefur komist á milli og eitthvað gefið sig.“ Hún bætir við að til stóð að gera úrbætur í ágúst sem verði nú flýtt. Bráðabirgðaviðgerð verði gerð á höfninni nú upp úr hádegi. „Þeir hjá Vegagerðinni eru staddir núna í Teigsskógi og þeir koma í hádeginu með vélar og tæki,“ segir Ingibjörg. Helstu afleiðingar slyssins séu að Þörungaverksmiðjan á Reykhólum geti ekki landað. „Það er bara rosaleg heppni að þetta gerðist í nótt en ekki í dag þegar löndun hefði staðið yfir. Það er mikil lukka að það hafi verið hægt að bregðast svona fljótt við, það er bara núna í hádeginu.“ Svona var umhorfs þegar sveitstjórinn kom að bryggjunni í dag.Ingibjörg Birna
Reykhólahreppur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira