Segja leikmenn og stuðningsmenn Blika hafa „ögrað þeim stanslaust“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 12:15 Það var lítill vinskapur með leikmönnum Buducnost og Breiðabliks. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Leikmönnum Breiðabliks og dómurum leiks þeirra við Buducnost Podgorica eru ekki vandaðar kveðjurnar á heimasíðu svartfellska félagsins. Breiðablik vann leikinn 2-0 þar sem tveimur leikmönnum Buducnost, og þjálfara liðsins, var vikið af velli. „Vonbrigðin á andliti leikmanna þeirra bláu var augljós þar sem tvö seinskoruð mörk (á 88. mínútu og 96. mínútu úr víti), gerði útslagið“ segir í upphafi greinar á heimasíðu Buducnost um leikinn. Þar segir að tapið hafi verið „þrátt fyrir frábæran baráttuvilja með tveimur leikmönnum færri á vellinum, gegn andstæðingum og stuðningsmönnum sem ögruðu leikmönnum stanslaust, sumir með bendingum, aðrir með orðum, og einnig gegn dómara sem lét hegðunina ósnerta,“ Denis Shurman, frá Úkraínu, dæmdi leikinn en hann er gagnrýndur harðlega fyrir sín störf í greininni. Bent er á að hann hafi stoppað skyndisókn liðsins í stöðunni 0-0, að Podgorica hafi átt að fá vítaspyrnu, að gestirnir hafi fengið gul spjöld fyrir samskonar brot og Blikar sluppu við - sérstaklega hafi tvö gul spjöld og þar með rautt spjald Luka Mirkovic verið harðir dómar. Þá er hann sagður hafa stokkið á tækifærið að gefa Blikum vítaspyrnu í lok leiks. Mirkovic var einn tveggja leikmanna liðsins sem fengu rautt spjald í leiknum, en þjálfari liðsins, Aleksandar Nedovic, fékk einnig að líta rauða spjaldið. Ekki eru þó allir Svartfellingar sömu skoðunar og þeir sem rita á heimasíðu Buducnost. Leikmenn liðsins eru sagðir hafa hagað sér eins og villimenn í umfjöllun miðilsins Vijesti þar sem segir enn fremur: „Guð má vita hvað Íslendingum finnst um okkur eftir þetta. Þið urðuð ykkur sjálfum, fótboltanum í Svartfjallalandi og landinu öllu til skammar,“. Ekki áður upplifað svona árásargjarna hegðun og reiði Blikar upplifðu leikinn á töluvert annan hátt en þeir svartfellsku. Ef litið er til skrifa um leikinn á stuðningsmannasíðu Blika, blikar.is, er andstæðan skýr. „Í kvöld var efnt til hópslysaæfingar í hjarta Kópavogs, á heimavelli Breiðabliks í Kópavogsdal. Almannavarnir Svartfjallalands lögðu í senn til fórnarlömbin á æfingunni, árásarmennina og heilbrigðisstarfsfólk. Svo óvenjulega vildi til að meðan á æfingunni stóð reyndi meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki að spila fótbolta á sama velli og æfingin fór fram. Þrír úr liði fórnarlambanna á hópslysaæfingunni féllu á eigin bragði en fótboltaliðinu tókst að skora tvö mörk undir lok æfingarinnar.“ segir um leikinn á Blikar.is. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Stærsta atvikið var þá eflaust eftir leik þegar allt sauð upp úr. Damir Muminovic, sem á rætur til Serbíu, kallaði þá að þeim svartfellsku á þeirra tungumáli. Gerður var aðsúgur að Damir í leikslok, sem kveðst þó ekki hafa verið með mikinn dónaskap við Svartfellingana. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ sagði Damir um atvikið. Full trú á viðsnúningi ytra Ef líta má á hegðun leikmanna og stuðningsmanna Buducnost sem forsmekk fyrir það sem koma skal ytra er ljóst að leikmenn Blika mega fara varlega. Damir kveðst spenntur fyrir verkefninu, en það sama má segja um Nedovic, þjálfara svartfellska liðsins, sem er bjartsýnn á að Buducnost geti snúið taflinu við. „Liðið hefur ítrekað sýnt hversu góðan karakter það hefur þegar mest á reynir. Ég efast ekki um að liðið muni gera sitt besta á heimavelli og gera allt til að snúa við tveggja marka forystunni. Við erum meðvitaðir um að 2-0 er stór forysta, en ekkert er ómögulegt, sérstaklega ef völlurinn er fullur. Ég hef trú á því að með stuðningi úr stúkunni, getum við snúið einvíginu við.“ er haft eftir Nedovic á heimasíðu Buducnost. Leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
„Vonbrigðin á andliti leikmanna þeirra bláu var augljós þar sem tvö seinskoruð mörk (á 88. mínútu og 96. mínútu úr víti), gerði útslagið“ segir í upphafi greinar á heimasíðu Buducnost um leikinn. Þar segir að tapið hafi verið „þrátt fyrir frábæran baráttuvilja með tveimur leikmönnum færri á vellinum, gegn andstæðingum og stuðningsmönnum sem ögruðu leikmönnum stanslaust, sumir með bendingum, aðrir með orðum, og einnig gegn dómara sem lét hegðunina ósnerta,“ Denis Shurman, frá Úkraínu, dæmdi leikinn en hann er gagnrýndur harðlega fyrir sín störf í greininni. Bent er á að hann hafi stoppað skyndisókn liðsins í stöðunni 0-0, að Podgorica hafi átt að fá vítaspyrnu, að gestirnir hafi fengið gul spjöld fyrir samskonar brot og Blikar sluppu við - sérstaklega hafi tvö gul spjöld og þar með rautt spjald Luka Mirkovic verið harðir dómar. Þá er hann sagður hafa stokkið á tækifærið að gefa Blikum vítaspyrnu í lok leiks. Mirkovic var einn tveggja leikmanna liðsins sem fengu rautt spjald í leiknum, en þjálfari liðsins, Aleksandar Nedovic, fékk einnig að líta rauða spjaldið. Ekki eru þó allir Svartfellingar sömu skoðunar og þeir sem rita á heimasíðu Buducnost. Leikmenn liðsins eru sagðir hafa hagað sér eins og villimenn í umfjöllun miðilsins Vijesti þar sem segir enn fremur: „Guð má vita hvað Íslendingum finnst um okkur eftir þetta. Þið urðuð ykkur sjálfum, fótboltanum í Svartfjallalandi og landinu öllu til skammar,“. Ekki áður upplifað svona árásargjarna hegðun og reiði Blikar upplifðu leikinn á töluvert annan hátt en þeir svartfellsku. Ef litið er til skrifa um leikinn á stuðningsmannasíðu Blika, blikar.is, er andstæðan skýr. „Í kvöld var efnt til hópslysaæfingar í hjarta Kópavogs, á heimavelli Breiðabliks í Kópavogsdal. Almannavarnir Svartfjallalands lögðu í senn til fórnarlömbin á æfingunni, árásarmennina og heilbrigðisstarfsfólk. Svo óvenjulega vildi til að meðan á æfingunni stóð reyndi meistaraflokkur karla hjá Breiðabliki að spila fótbolta á sama velli og æfingin fór fram. Þrír úr liði fórnarlambanna á hópslysaæfingunni féllu á eigin bragði en fótboltaliðinu tókst að skora tvö mörk undir lok æfingarinnar.“ segir um leikinn á Blikar.is. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins. „Ég hef ekki séð þessa hegðun áður, verð ég að viðurkenna, þó ég sé nú ekki hokinn af reynslu. En ég hef ekki upplifað á boðvangi andstæðinganna svona árásargjarna hegðun og svona mikla reiði,“ sagði Óskar Hrafn eftir leik. Stærsta atvikið var þá eflaust eftir leik þegar allt sauð upp úr. Damir Muminovic, sem á rætur til Serbíu, kallaði þá að þeim svartfellsku á þeirra tungumáli. Gerður var aðsúgur að Damir í leikslok, sem kveðst þó ekki hafa verið með mikinn dónaskap við Svartfellingana. „Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ sagði Damir um atvikið. Full trú á viðsnúningi ytra Ef líta má á hegðun leikmanna og stuðningsmanna Buducnost sem forsmekk fyrir það sem koma skal ytra er ljóst að leikmenn Blika mega fara varlega. Damir kveðst spenntur fyrir verkefninu, en það sama má segja um Nedovic, þjálfara svartfellska liðsins, sem er bjartsýnn á að Buducnost geti snúið taflinu við. „Liðið hefur ítrekað sýnt hversu góðan karakter það hefur þegar mest á reynir. Ég efast ekki um að liðið muni gera sitt besta á heimavelli og gera allt til að snúa við tveggja marka forystunni. Við erum meðvitaðir um að 2-0 er stór forysta, en ekkert er ómögulegt, sérstaklega ef völlurinn er fullur. Ég hef trú á því að með stuðningi úr stúkunni, getum við snúið einvíginu við.“ er haft eftir Nedovic á heimasíðu Buducnost. Leikur liðanna er klukkan 18:30 næsta fimmtudagskvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira