Sektaður um 323 milljónir króna vegna skattalagabrots Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2022 13:15 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Karlmaður á sextugsaldri var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Að auki var honum gert að greiða 323 milljóna króna sekt vegna brotsins. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla. Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að Georg Mikaelsson hafi staðið skil á röngum skattframtölum gjaldárin 2010 til 2014 og ekki gert grein fyrir eignarhaldi sínu á einkahlutafélaginu GM, sem var skráð á Seychelleseyjum. Georg neitaði sök og bar meðal annars fyrir sig fyrningu. Héraðsdómur hafnaði því og taldi óumdeilt í málinu að Georg hafi ekki getið um félagið á skattframtölum, sannað væri að ákærði hafi frá árinu 2009 verið einkaeigandi Félagsins GM. Jafnframt lá fyrir í málinu að félagið hafi verið afskráð 1. janúar 2016. Bar Georg fyrir sig að honum hafi verið óskylt að geta um félagið á skattframtali þar sem hann hafi aðeins átt 10 prósent hlut í félaginu, eftir að gengið var að tryggingu er hann hafi sett fyrir láni sem hann og félagið hafi fengið árið áður. Þótti ekki unnt að leggja til grundvallar að 90 prósent hlutur Georgs hafi farið úr hans eigu líkt og hann greindi frá. Varð því að miða við það í málinu að Georg hafi einn verið eigandi félagsins frá upphafi þar til það var lagt niður. Bar honum greina frá því eignarhaldi sínu á skattframtali en það gerði hann ekki á þeim árum sem rakin hafa verið. Var það virt honum til stórfellds hirðuleysis. Var Georg því dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og gert að greiða 323 milljóna króna sekt í ríkissjóð. Athygli vekur að málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Ólafs Garðarssonar lögmanns, voru ákveðin rúmar 22 milljónir króna. Tekið var fram að málið hafi verið umfangsmikið, gagnaöflun víðtæk og fjöldi vitna komið fyrir dóm. Dóminn má nálgast á vefsíðu héraðsdómstóla.
Skattar og tollar Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira