Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Árni Sæberg skrifar 9. júlí 2022 14:07 Srílankskir mótmælendur mótmæltu af hörku fyrir utan skrifstofu forseta Srí Lanka. Thilina Kaluthotage/AP Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, mun láta af völdum fljótlega en hann ætti að vera orðinn vanur því. Hann tók við embætti forsætisráðherra í maí síðastlinum í sjötta skipti en honum hefur aldrei tekist að sitja heilt kjörtímabil. Mótmælendur stungu sér til sunds Mótmæli sem geysað hafa í Srí Lanka um nokkurra mánaða skeið náðu hápunkti sínum í dag þegar mótmælendur ruddust inn á heimili og skrifstofu forseta landsins, Gotabaya Rajapaksa. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum og sjá má mannhafið í myndskeiði The Telegraph hér að neðan. Þar má einnig sjá mótmælendur skemmta sér konunglega í sundlaug forsetans. Í frétt AP um mótmælin segir að þau séu uppsprottinn vegna efnahagsástandsins í landinu en það hafi ekki verið verra í sögu landsins. Mótmælendur kenni forsetanum og forsætisráðherranum um ástandið og vilji þá á brott. AP hefur eftir talsmanni srílankska þingsins, Dinouk Colambage, að forsætisráðherrann hefði tilkynnt leiðtogum þingflokka að hann muni segja af sér þegar allir flokkar hafa samið um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Í maí á þessu ári sagði eldri bróðir forsetans og þáverandi forsætisráðherra, Mahinda Rajapaksa, af sér vegna mótmæla. Srí Lanka Tengdar fréttir Setjar verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28. júní 2022 08:05 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, mun láta af völdum fljótlega en hann ætti að vera orðinn vanur því. Hann tók við embætti forsætisráðherra í maí síðastlinum í sjötta skipti en honum hefur aldrei tekist að sitja heilt kjörtímabil. Mótmælendur stungu sér til sunds Mótmæli sem geysað hafa í Srí Lanka um nokkurra mánaða skeið náðu hápunkti sínum í dag þegar mótmælendur ruddust inn á heimili og skrifstofu forseta landsins, Gotabaya Rajapaksa. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum og sjá má mannhafið í myndskeiði The Telegraph hér að neðan. Þar má einnig sjá mótmælendur skemmta sér konunglega í sundlaug forsetans. Í frétt AP um mótmælin segir að þau séu uppsprottinn vegna efnahagsástandsins í landinu en það hafi ekki verið verra í sögu landsins. Mótmælendur kenni forsetanum og forsætisráðherranum um ástandið og vilji þá á brott. AP hefur eftir talsmanni srílankska þingsins, Dinouk Colambage, að forsætisráðherrann hefði tilkynnt leiðtogum þingflokka að hann muni segja af sér þegar allir flokkar hafa samið um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Í maí á þessu ári sagði eldri bróðir forsetans og þáverandi forsætisráðherra, Mahinda Rajapaksa, af sér vegna mótmæla.
Srí Lanka Tengdar fréttir Setjar verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28. júní 2022 08:05 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Setjar verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28. júní 2022 08:05
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36