SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 07:44 SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. EPA Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila. Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila.
Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02