Flugmenn SAS í verkfall Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. júlí 2022 12:02 Ætla má að flugferðum 30 þúsund farþega verði aflýst daglega vegna verkfallsins. EPA/MAURITZ ANTIN Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. Verkfallið mun hafa gríðarlega áhrif á ferðaáætlanir margra í Skandinavíu en samkvæmt fréttastofu Reuters er gert ráð fyrir að flugferðum 30 þúsund farþega verði aflýst daglega. Gert er ráð fyrir að tvö til þrjú hundruð flugferðum verði aflýst á hverjum degi á meðan verkfallið stendur eða um helmingi allra flugferða félagsins. „Verkfall á þessum tímapunkti er hrikalegt fyrir SAS og stefnir framtíð flugfélagsins og störfum þúsunda starfsmanna í hættu,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu. SAS er meðal annars í eigu danska og sænska ríkisins en Norðmenn seldu sig út úr fyrirtækinu árið 2018. Það hefur átt í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum undanfarið og reynir nú að fá inn nýja fjárfesta til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Ljóst er að verkfallið muni hafa áhrif á þær tilraunir en eitt helsta áherslumál félagsins hefur verið að lækka heildarlaunakostnað sinn með því að ráða inn nýja flugmenn til dótturfélaga sinna tveggja, SAS Link og SAS Connect, í stað þess að endurnýja samninga við flugmenn sem hafa starfað þar lengi. Þetta er á meðal þess sem deilt er um í kjaraviðræðunum. Fréttir af flugi Danmörk Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Hóta verkfallsaðgerðum vegna slæmra aðstæðna Flugfreyjur og -þjónar flugfélagsins Ryanair á Spáni stefna á að fara í verkfall í tólf daga í júlí. Aðstæðurnar sem flugfélagið býður upp á séu ekki boðlegar fyrir starfsfólk. 3. júlí 2022 08:24 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Verkfallið mun hafa gríðarlega áhrif á ferðaáætlanir margra í Skandinavíu en samkvæmt fréttastofu Reuters er gert ráð fyrir að flugferðum 30 þúsund farþega verði aflýst daglega. Gert er ráð fyrir að tvö til þrjú hundruð flugferðum verði aflýst á hverjum degi á meðan verkfallið stendur eða um helmingi allra flugferða félagsins. „Verkfall á þessum tímapunkti er hrikalegt fyrir SAS og stefnir framtíð flugfélagsins og störfum þúsunda starfsmanna í hættu,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu. SAS er meðal annars í eigu danska og sænska ríkisins en Norðmenn seldu sig út úr fyrirtækinu árið 2018. Það hefur átt í gríðarlegum fjárhagserfiðleikum undanfarið og reynir nú að fá inn nýja fjárfesta til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Ljóst er að verkfallið muni hafa áhrif á þær tilraunir en eitt helsta áherslumál félagsins hefur verið að lækka heildarlaunakostnað sinn með því að ráða inn nýja flugmenn til dótturfélaga sinna tveggja, SAS Link og SAS Connect, í stað þess að endurnýja samninga við flugmenn sem hafa starfað þar lengi. Þetta er á meðal þess sem deilt er um í kjaraviðræðunum.
Fréttir af flugi Danmörk Svíþjóð Noregur Tengdar fréttir Hóta verkfallsaðgerðum vegna slæmra aðstæðna Flugfreyjur og -þjónar flugfélagsins Ryanair á Spáni stefna á að fara í verkfall í tólf daga í júlí. Aðstæðurnar sem flugfélagið býður upp á séu ekki boðlegar fyrir starfsfólk. 3. júlí 2022 08:24 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Hóta verkfallsaðgerðum vegna slæmra aðstæðna Flugfreyjur og -þjónar flugfélagsins Ryanair á Spáni stefna á að fara í verkfall í tólf daga í júlí. Aðstæðurnar sem flugfélagið býður upp á séu ekki boðlegar fyrir starfsfólk. 3. júlí 2022 08:24