Þóttist vera fórnarlamb og gæti hlotið dauðarefsingu Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. júlí 2022 13:04 Fjöldi farandverkamanna fannst í vörubílnum og höfðu flestir þeirra fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans. Fjöldi fólks var úrskurðaður látinn á staðnum og er tala látinna nú orðinn 53. AP/Eric Gay Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu. Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti. Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Vörubíllinn fannst yfirgefinn á afskekktum vegi í San Antonio í Texas á mánudag en innan í honum voru rúmlega sextíu farandverkafólk. Stór hluti þeirra hafði fallið í yfirlið vegna súrefnisleysis og sjóðandi hitans og var fjöldi fólks úrskurðaður látinn á staðnum. Syrgjendur heimsækja minnisvarða um hina látnu.AP/Eric Gay Tala látinna er nú orðin 53, þar af eru nokkur börn. Einnig eru enn nokkur börn á spítala vegna áverka sem þau hlutu í vörubílnum. Faldi sig og þóttist vera einn fórnarlambanna Í frétt BBC um málið segir að skömmu eftir að vörubíllinn fannst á mánudag hafi lögreglan uppgötvað vörubílstjórann Homero Zamorano í felum í runna skammt frá vörubílnum. Mexíkósk yfirvöld segja að hann hafi í fyrstu þóst vera einn af verkamönnunum en hafi síðan verið handtekinn eftir að eftirlitsmyndavélar sýndu hann keyra fram hjá landamæraeftirlitsstöð í Laredo í Texas. Texas migrant deaths: Lorry driver 'unaware air conditioner had stopped working' https://t.co/kxngvgS7HW— BBC News (World) (@BBCWorld) July 1, 2022 Hinn 45 ára Zamorano og Christian Martínez, meintur vitorðsmaður hans, eru sakaðir um að hafa sent skilaboð sín á milli fyrir og eftir að trukkurinn fannst og þannig reynt að falsa vitnisburð sinn. Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir smygl á fólki og samsæri. Fari svo að þeir verði sakfelldir gætu þeir hlotið dauðarefsingu. Tveir aðrir menn, Juan Claudio D'Luna-Méndez og Francisco D'Luna-Bilbao, sem eru viðriðnir málið eru einnig ákærðir. Þeir eru sakaðir um ólögleg dvöl í Bandaríkjunum og fyrir ólöglegan vopnaburð. Auðkenni fólksins enn á reiki Mexíkósk yfirvöld segja 67 farandverkamenn hafa verið í vörubílnum en saksóknari San Antonio segir töluna fjöldann hins vegar vera 64. Meðal fórnarlambanna eru 27 einstaklingar frá Mexíkó, fjórtán frá Hondúras, sjö frá Gvatemala og tveir frá El Salvador. Réttarmeinafræðingur hjá Bexar-sýslu sagðist á föstudag vera búinn að auðkenna 53 fórnarlambanna með óyggjandi hætti.
Flóttamenn Bandaríkin Mexíkó Gvatemala Hondúras El Salvador Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira