Telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf og mælir með núvitund Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 19:00 Richard Davidson er einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum. Hann telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Vísir/Ívar Einn virtasti prófessor samtímans í sálfræði og geðlækningum telur Íslendinga ofnota þunglyndislyf. Hann bendir á að rannsóknir hafi sýnt að dagleg hugleiðsla í stuttan tíma geti haft mun jákvæðari áhrif á andlega heilsu fólks til lengri tíma en lyf. Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum. Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Richard Davidson er prófessor í sálfræði og geðlækningum við Wisconsin-Madison háskóla og stofnandi Miðstöðvar heilbrigðrar hugsunar við skólann (Center for Healthy Mind). Hann var útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu einstaklingum samtímans af Time tímaritinu árið 2006. Þá hefur hann um árabil verið í samstarfi við Dalai Lama, leiðtoga tíbeskra búddista. Richard var með erindi á tíundu evrópsku ráðstefnunni um Jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana en meðal þeirra sem standa að þeirri ráðstefnu er Landlæknisembættið. Hann benti þar á mikla þunglyndislyfjanotkun Íslendinga og hvernig mætti finna fleiri leiðir til að finna hamingjuna. „Ég var undrandi að sjá að Íslendingar eru næstum heimsmeistarar í notkun þunglyndislyfja. Bandaríkjamenn nota þó meira en Íslendingar nota meira en aðra norrænar þjóðir eða Evrópa,“ segir Richard. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Landlækni voru tvær af hverjum tíu konum og einn af hverjum tíu körlum á SSRI þunglyndis-og kvíðalyfjum á síðasta ári en undanfarin áratug hefur orðið stöðug aukning á notkun slíkra lyfja. Sara Rut Fannarsdóttir Richard Davidson segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um fleiri leiðir til að fást við þunglyndi-og eða kvíða. „Ég hef ekkert á móti því að lyf séu notuð en ég held að þau séu ofnotuð. Það eru til aðrar leiðir til að ná hamingju og vellíðan en lyf. Leiðir sem geta jafnvel virkað betur en þau,“ segir Richard. Hann bendir á að það að þjálfa sig í núvitund eða hugleiðslu, njóta samskipta við aðrar manneskjur, hafa innsýn í eigin huga og finna tilgang í því sem verið sé að gera geti haft afar jákvæð áhrif á andlega heilsu . Það þurfi ekki að taka frá langan tíma daglega til að gera afdrifaríkar breytingar, jafnvel á heilanum með hugleiðslu. „Rannsóknir sýna að það þarf ekki að hugleiða meira en fimm mínútur á dag til að miklar breytingar verði á vellíðan fólks og jafnvel breytingar í heilanum,“ segir Richard að lokum.
Geðheilbrigði Alþingi Landspítalinn Tengdar fréttir Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. 1. júlí 2022 13:00