Segir vinnubrögð Vegagerðarinnar kosta bílaleigur milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 10:35 Samtök ferðaþjónustunnar vilja að Vegagerðin hætti blettaviðgerðum á vegum landsins með slitlagi. Vísir/Friðrik Þór Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sprenging hafi orðið á framrúðutjóni eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi. Bílaleigur meta tjónið sitt á um 2,5 milljarða árlega. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld banni blettaviðgerðir með slitlagi. Þetta kemur fram í grein sem Hendrik Berndsen, formaður bílaleigunefndar SAF, skrifaði á Vísi á morgun. Þar vísar hann í að slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa slitlagið niður. Þessu fylgi steinkast sem Hendrik segir að baki bílaleigum og öðrum bílaeigendum mikið tjón. „Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni,“ skrifar Hendrik. Tjón á bílum í eigu bílaleiga er sagt vera mikið á ári hverju vegna framrúðutjónsVísir/Vilhelm Þá segir hann að sprenging hafi orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin hafi aukið blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. „Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar,“ skrifar Hendrik. Segir hann að Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd samtakanna hafi átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðirnar. „[E]n því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant.“ Slitlag á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm Krefjast samtökin að stjórnvöld geri breytingar á verkferlum Vegagerðarinnar og banni blettaviðgerðir með slitlagi. „Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni.“ Samgöngur Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. 3. mars 2022 23:31 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Hendrik Berndsen, formaður bílaleigunefndar SAF, skrifaði á Vísi á morgun. Þar vísar hann í að slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa slitlagið niður. Þessu fylgi steinkast sem Hendrik segir að baki bílaleigum og öðrum bílaeigendum mikið tjón. „Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni,“ skrifar Hendrik. Tjón á bílum í eigu bílaleiga er sagt vera mikið á ári hverju vegna framrúðutjónsVísir/Vilhelm Þá segir hann að sprenging hafi orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin hafi aukið blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. „Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar,“ skrifar Hendrik. Segir hann að Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd samtakanna hafi átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðirnar. „[E]n því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant.“ Slitlag á Suðurlandi.Vísir/Vilhelm Krefjast samtökin að stjórnvöld geri breytingar á verkferlum Vegagerðarinnar og banni blettaviðgerðir með slitlagi. „Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni.“
Samgöngur Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. 3. mars 2022 23:31 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22
Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40
Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. 3. mars 2022 23:31