Fíllinn Happy telst ekki gæddur mannlegum eiginleikum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. júní 2022 14:31 Fílarnir í dýragarðinum í Bronx áður en þeir voru aðskildir. Wikimedia Commons Hinn fimmtugi fíll Happy þarf áfram að dvelja í dýragarðinum í Bronx í New York eftir að æðsti dómstóll borgarinnar hafnaði kröfu dýravernarsamtaka um að honum yrði sleppt á þeim forsendum að Happy deildi vitrænum eiginleikum með mannfólkinu, eins og það var orðað í kröfugerðinnni. Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð. Dýr Bandaríkin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna