Ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 22:54 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki tilefni til að lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldurs apabólu að svo stöddu. Getty/Nikos Pekiaridis Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í meira en 50 löndum. Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP. Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP.
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
„Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29