Draga úr leit þar sem fáir vilja kanínurnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 22:45 Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins segir það hafa reynst erfitt að finna heimili fyrir kanínurnar. Vísir/Egill Sextíu kanínur sem tekist hefur að fanga í Elliðaárdalnum leita nú að framtíðarheimili en leitin hefur gengið hægt. Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31
Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20