Draga úr leit þar sem fáir vilja kanínurnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 22:45 Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins segir það hafa reynst erfitt að finna heimili fyrir kanínurnar. Vísir/Egill Sextíu kanínur sem tekist hefur að fanga í Elliðaárdalnum leita nú að framtíðarheimili en leitin hefur gengið hægt. Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31
Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20