Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2022 13:10 Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í haust. Vísir/Arnar Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“ Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tekur við af Þórólfi Guðnasyni í september. Guðrún hefur embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og sérfræðimenntun í bæði almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum. Guðrún hefur þá lokið meistaranámi í líftölfræði. Hún starfaði sem lektor og barnaskurðlæknir við Columbia-háskóla á árunum 2007 til 2017. „Þetta er auðvitað krefjandi starf. Ég hef séð það vel síðustu ár með því að vinna náið með Þórólfi. Þessu fylgir mikil ábyrgð en ég tel mig vera reiðubúna og hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka við þessu.“ En mega landsmenn eiga von á áherslubreytingum undir forystu Guðrúnar? „Ég held að það verði ekki neitt stórkostlegt og alls ekki í byrjun. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er að fylgja í fótspor Þórólfs og það er ekkert endilega auðvelt. Ég tek við góðu búi og ég mun taka minn tíma í að leggja línurnar eftir því sem mér finnst, það gætu auðvitað orðið einhverjar áherslubreytingar.“ Alvarlegum COVID-sýkingum hefur farið fjölgandi síðustu vikur en þeim hafa fylgt fleiri innlagnir á spítala. Guðrún segist vera meðvituð um alvarleika málsins. „Þarf að fylgjast vel með þessu og hvernig spítalinn ræður vel við þetta. Það er enginn á gjörgæslu núna sem er jákvætt en við sáum núna tvö andlát núna nýlega. Þannig að við erum ekki að leggja til að grípa til neinna harkalegra aðgerða eins og er en eins og við höfum oft sagt áður þá þarf að huga að heilbrigðisþjónustunni og það þarf að efla hana og það þarf að hafa aðstöðu til að sinna þessu.“ Hennar skilaboð nú eru fyrst og fremst að hvetja aldraða og fólk sem er viðkvæmt fyrir til að fara í bólusetningu. „Það verndar ekki endilega gegn smiti en það verndar gegn alvarlegum veikindum.“
Vistaskipti Tímamót Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23 Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26 Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. 21. júní 2022 09:23
Þórólfur hafi ekki bara vísað veginn í faraldrinum Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri. 16. maí 2022 23:26
Þórólfur Guðnason segir upp störfum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt upp störfum frá og með 1. september næstkomandi. Hann segir ástæður uppsagnarinnar bæði persónulegar og faglegar. 12. maí 2022 09:52