Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. júní 2022 11:40 Hlöðver Skúli er í meistaranámi í París. aðsend/ap Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“ Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Bandalag miðjuflokka Emmanuel Macron Frakklandsforseta bauð afhroð í kosningunum í gær og missti rúmlega hundrað þingmenn, fær 245 af 577 og nær ekki að halda hreinum meirihluta sínum. Því þurfa miðjuflokkarnir að ná samkomulagi við annan flokk til að mynda meirihluta. Repúblikanar í oddastöðu Hinu sameinaða vinstri gekk vel og er næststærsta aflið á þinginu með 131 þingmann. Jean-Luc Mélenchon er leiðtogi hins sameinaða vinstris í Frakklandi.AP „Og hafa þeir til dæmis gert kröfu um forsætisráðherrastólinn. En það verður þó að vera ólíklegt að Macron leiti þangað. Leiðtogi þeirra Jean-Luc Mélenchon er talinn heldur róttækur fyrir miðju-hægri pólitík Macron. Og það liggur því beinast við að leita til repúblikana sem eru hefðbundinn hægri flokkur,“ segir Hlöðver Skúli Hákonarson, íslenskur mastersnemi í Evrópumálum sem er búsettur í París. Og þá vandast málin. Þó repúblikanar standi miðjubandalagi Macron líklega næst þegar stefnumál flokka eru borin saman hefur andað köldu á milli þeirra síðustu ár. „Og það er kannski líka það að formaður repúblikana er búinn að gefa það út að hann vilji vera í stjórnarandstöðu. En það eru víst einhverjar deilur í flokknum hvað það varðar þannig að það gæti breyst,“ segir Hlöðver Skúli. Hann kveðst hafa fundið fyrir andstöðu í Frakklandi við helsta stefnumál Macron um að hækka eftirlaunaaldurinn úr 62 árum í 65 ár. „Ef maður lítur til dæmis á niðurstöðu vinstri flokkanna sem fengu 131 þingmann, helsta stefnumál þeirra hefur verið að lækka eftirlaunaaldurinn niður í 60,“ segir Hlöðver Skúli. „Almenningur er klárlega að kalla eftir því og vill ekki hreyfa til við þessum eftirlaunaaldri eins og hann er.“ Le Pen vinnur sögulegan sigur Loks má nefna óvæntan uppgang hægriflokks Marine Le Pen sem meira en tífaldaði fylgi sitt; var með sjö þingmenn en fær nú 89. Marine Le Pen bar lægri hlut fyrir Macron í forsetakosningunum fyrr í ár en margir hafa bent á að hennar helsta markmið þar hafi verið að byggja upp fylgi sitt fyrir þingkosningarnar. Það virðist hafa tekist vel. ap „Það bjóst enginn við því að flokkur Le Pen myndi ná hátt í 90 þingmönnum. Það er í raun bara alveg sjokkerandi,“ segir Hlöðver Skúli. Franska samfélagið sé orðið pólaríseraðra á síðustu árum. „Já. Það hefur náttúrulega alltaf verið þannig að Frakkar mótmæla mikið en mér finnst það hafa færst í aukana síðastliðin ár.“
Kosningar í Frakklandi Frakkland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira