Opið bréf til þingflokks Vinstri grænna og Álfheiðar Ingadóttur Kristín Ása Guðmundsdóttir skrifar 14. júní 2022 09:00 Opið bréf til þingflokks Vinstri grænna og Álfheiðar Ingadóttur 13. júní 2022. Tilefnið er afgreiðsla þriðja áfanga rammaáætlunar með Hvammsvirkjun í nýtingarflokki. Heil og sæl. Af þeim flokkum sem vænta hefur mátt stuðnings frá fyrir þá sem leggjast gegn Hvammsvirkjun, hafa Vinstri græn verið í fremstu röð, og ekki síst á árinu 2007. Og það veitti sannarlega ekki af. Sjaldan hefur þingmaður flutt skörulegri ræðu en þú, Álfheiður, hinn 10. desember 2007, þegar ríkisendurskoðun hafði dæmt yfirfærslu vatnsréttinda í Þjórsá frá því um vorið, ógilda. Þar tókst þú upp hanskann fyrir landeigendur meðfram Þjórsá sem Landsvirkjun hafði herjað á með að afhenda sér land undir virkjanir, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, á þeim forsendum að hún ætti vatnsréttindin. Svo og sagðirðu í viðtali við Morgunblaðið 7. desember að niðurstaða ríkisendurskoðunar staðfesti að þær efasemdir sem Vinstri græn höfðu uppi um lögmæti yfirfærslunnar hefðu reynst réttar. Yfirfærslan hefði „kippt samningsstöðunni undan heimamönnum“ og að „allar samingaviðræður sem eru byggðar á þeirri forsendu að Landsvirkjun eigi réttindin [væru] út úr myndinni. Það verður að byrja þetta mál upp á nýtt.“ Sjá Morgunblaðið - 334. tölublað (07.12.2007) - Tímarit.is (timarit.is) Þetta var alltsaman laukrétt hjá þér, Álfheiður. Og hér er dálítið því til sönnunar. Það er bein tilvitnun í bréf Þorsteins Hilmarssonar, kynningarfulltrúa Landsvirkjunar, dags. 15. nóvember 2007, til íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi: „Það hefur aldrei verið leyndarmál að Landsvirkjun sé handhafi vatnsréttindanna. Á flestum bæjum með Þjórsá eiga menn afrit af þinglýstum kvöðum og samningum vegna jarðeigna sinna og þekkja þann rétt sem afsalaður var í frjálsum samningum við Títanfélagið á sínum tíma. Við höfum afrit af öllum slíkum samningum og höfum boðið öllum landeigendum að fá afrit frá okkur ef þeir vilja. Við höfum líka hvatt þá til að fá sér lögfræðinga til að styðja þá í samningum við okkur og ég get fullyrt að allir lögfræðingarnir ganga í það í upphafi að nálgast afrit af samningunum eigi landeigendurnir ekki eintak. Öllum sem að þessum málum koma er fullkunnugt um hvernig þessir samningar eru.“ Tilvitnun lýkur. Í lögum nr. 7/1936 um samningsgerð segir í 30. og 31. grein: 30. gr. Löggerningur skuldbindur eigi þann mann, sem gerði hann, ef hann var fenginn til þess með svikum, og sá maður, sem við löggerningnum tók, beitti sjálfur svikunum eða hann vissi eða mátti vita, að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns. Hafi sá, sem tók við löggerningnum, sviksamlega skýrt rangt frá atvikum, sem ætla mátti að skiptu máli um löggerninginn, eða hann hefir sviksamlega þagað yfir slíkum atvikum, skal líta svo á, sem gerningurinn hafi verið gerður fyrir þau svik, nema það sannist, að þessi atriði hafi engin áhrif haft um það, að löggerningurinn var gerður. 31. gr. [Hafi nokkur maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá þannig að bersýnilegur mismunur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því er fyrir þá kom eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gerningur sá, er þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila er á var hallað með honum. Sama gildir þótt annar maður en sá, sem gerningurinn var gerður við, eigi sök á misferli því sem getið er í 1. málsl. þessarar greinar, enda sé þeim, er haginn átti að hafa af gerningnum, það kunnugt eða megi vera það kunnugt.] Í ofangreindu bréf Þorsteins eru orðin „aldrei verið leyndarmál...“ . Hann hélt því sumsé fram að Landsvirkjun ætti vatnsréttindin, sama hvort var fyrir eða eftir yfirfærsluna þá um vorið. Um eignarhald ríkisins á vatnsréttindunum þagði hann, líkt og íslenska ríkið hefði aldrei verið aðili að málinu, eða væri einfaldlega ekki til. Dagljóst er að gerningur ráðherranna við yfirfærslu vatnsréttindanna er hér gerningur „annars manns“ samkvæmt lögunum, sem Þorsteini mátti vera fullkunnugt um að áhöld væru um, bæði vegna þess að skýrt er í 40. grein stjórnarskrárinnar að Alþingi skuli fjalla um þannig mál og setja lög, og einnig sbr. yfirstandandi rannsókn ríkisendurskoðunar frá því í ágústmánuði 2007, á gerningnum. Það kemur og fram að Landsvirkjun hafði greiðan aðgang að lögfróðum aðilum sem gátu sagt þeim til. Landsvirkjun, fyrirtæki í ríkiseigu, bar að koma heiðarlega fram, bar að þekkja lögin og haga sér eftir þeim. Hér er hins vegar engum blöðum um það að fletta með hverskonar málflutningi Landsvirkjun fór um á bökkum Þjórsár árið 2007, eins og þú hélst réttilega fram á Alþingi, Álfheiður. Miðað við lagarammann er auðvelt að færa rök fyrir því að um misferli hafi verið að ræða, því röngum upplýsingum var dælt staðfastlega í fólk sbr. ofangreint bréf og þeim ætlað að hafa tiltekin áhrif, Landsvirkjun til hagsbóta. Landeigendur liggja óbættir hjá garði, Vinstri græn. Það verður ekki með nokkru móti séð hvernig hægt er að gera ólögmætt atferli Landsvirkjunar á bökkum Þjórsár 2007, lögmætt eftirá. Og ekki heldur hvernig Vinstri græn geta lagt nafn sitt við það, með því að afgreiða Hvammsvirkjun í 3. áfanga rammaáætlunar í nýtingarflokki. Sömuleiðis geta Vinstri græn ekki litið framhjá tilurð þess hvernig Hvammsvirkjun var flokkuð í nýtingarflokk. Í „Greinargerð verkefnisstjórnar rammaáætlunar 21. mars 2014“ stendur eftirfarandi á bls. 5, sjá Tillaga-um-flokkun-virkjunarkosta-140321-endanleg.pdf (ramma.is): „Faghópurinn gerði greinarmun á þeim svæðum í Þjórsárkerfinu þar sem útbreiðsla göngufiska er náttúruleg og þeim svæðum þar sem útbreiðslan er vegna atbeina mannsins.“ Nú kveiki ég á neyðarblysi, því faghópurinn hafði hvorki aðferðafræðilegan leyfisgrundvöll né ástæður til að meta Þjórsá með þessum hætti. En þetta, að gera greinarmun á „náttúrulegum“ og „ónáttúrulegum“ búsvæðum í Þjórsá olli nákvæmlega því að Hvammsvirkjun fór í nýtingarflokk, ólíkt Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Gísli Sigurðsson skýrir í grein sinni á visir.is 2017 hvernig þetta gerðist, þ.e.a.s. í stuttu máli fyrir klaufaskap fagaðila og lygar Landsvirkjunar, sjá Er ekkert að marka leikreglur lýðræðisins? - Vísir (visir.is) . Staðreyndin er, að búsvæði fiska í Þjórsá fyrir ofan Búðafoss hafa verið til frá því í öndverðu, og göngufiskur fór upp fyrir fossinn um Árneskvísl allt þar til jarðskjálftarnir urðu 1896. Leitt hefur verið líkum að því að þrátt fyrir breyttan farveg árinnar vegna skjálftanna hafi einhver göngufiskur komist upp fyrir Búðafoss á 20. öld. Endurvakning fiskigöngu með fiskistiga upp Búðafoss árið 1991 sem Landsvirkjun kom að, ber að líta á sem endurheimt fornra, náttúrulegra búsvæða, en ekki prívat nýsköpun sem farga megi, líkt og hún sé einkaeign Landsvirkjunar. Fiskistigi þessi var bætur fyrir land á Holtamannaafrétti og Landmannaafrétti, sumsé sárabót fyrir töpuð gæði annarsstaðar, hverrar tilgangur var að auka verðmæti og auðlegð lífríkis Þjórsár fyrir ofan Búðafoss, og sem óheimilt er með öllu, bæði fyrir Landsvirkjun og aðra að slá eign sinni á, eða skoða sem þykjustu lífríki í rammaáætlun. „Ónáttúruleg búsvæði“ fiska í Þjórsá eru skáldskapur, enn ein orðræðublekkingin og lygarnar sam vaða uppi úr ranni Landsvirkjunar, alla leið inn á borð Alþingis. Það er alveg eftir öðru að Landsvirkjun slái eign sinni á lífríkið í Þjórsá sem hún þykist mega deyða jafnt sem lífga, eins og svo margt annað sem hún á ekkert í, sbr. vatnsréttindin 2007. Það væri verðugur bautasteinn Vinstri grænum og sómi að, ef þið tækjuð mið af ofangreindum upplýsingum í umræðum á Alþingi morgun, 14. júní, og næstu daga. Með vinsemd og þökk, Kristín Ása Guðmundsdóttir frá Ásum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Vinstri græn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til þingflokks Vinstri grænna og Álfheiðar Ingadóttur 13. júní 2022. Tilefnið er afgreiðsla þriðja áfanga rammaáætlunar með Hvammsvirkjun í nýtingarflokki. Heil og sæl. Af þeim flokkum sem vænta hefur mátt stuðnings frá fyrir þá sem leggjast gegn Hvammsvirkjun, hafa Vinstri græn verið í fremstu röð, og ekki síst á árinu 2007. Og það veitti sannarlega ekki af. Sjaldan hefur þingmaður flutt skörulegri ræðu en þú, Álfheiður, hinn 10. desember 2007, þegar ríkisendurskoðun hafði dæmt yfirfærslu vatnsréttinda í Þjórsá frá því um vorið, ógilda. Þar tókst þú upp hanskann fyrir landeigendur meðfram Þjórsá sem Landsvirkjun hafði herjað á með að afhenda sér land undir virkjanir, þ.e. Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, á þeim forsendum að hún ætti vatnsréttindin. Svo og sagðirðu í viðtali við Morgunblaðið 7. desember að niðurstaða ríkisendurskoðunar staðfesti að þær efasemdir sem Vinstri græn höfðu uppi um lögmæti yfirfærslunnar hefðu reynst réttar. Yfirfærslan hefði „kippt samningsstöðunni undan heimamönnum“ og að „allar samingaviðræður sem eru byggðar á þeirri forsendu að Landsvirkjun eigi réttindin [væru] út úr myndinni. Það verður að byrja þetta mál upp á nýtt.“ Sjá Morgunblaðið - 334. tölublað (07.12.2007) - Tímarit.is (timarit.is) Þetta var alltsaman laukrétt hjá þér, Álfheiður. Og hér er dálítið því til sönnunar. Það er bein tilvitnun í bréf Þorsteins Hilmarssonar, kynningarfulltrúa Landsvirkjunar, dags. 15. nóvember 2007, til íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi: „Það hefur aldrei verið leyndarmál að Landsvirkjun sé handhafi vatnsréttindanna. Á flestum bæjum með Þjórsá eiga menn afrit af þinglýstum kvöðum og samningum vegna jarðeigna sinna og þekkja þann rétt sem afsalaður var í frjálsum samningum við Títanfélagið á sínum tíma. Við höfum afrit af öllum slíkum samningum og höfum boðið öllum landeigendum að fá afrit frá okkur ef þeir vilja. Við höfum líka hvatt þá til að fá sér lögfræðinga til að styðja þá í samningum við okkur og ég get fullyrt að allir lögfræðingarnir ganga í það í upphafi að nálgast afrit af samningunum eigi landeigendurnir ekki eintak. Öllum sem að þessum málum koma er fullkunnugt um hvernig þessir samningar eru.“ Tilvitnun lýkur. Í lögum nr. 7/1936 um samningsgerð segir í 30. og 31. grein: 30. gr. Löggerningur skuldbindur eigi þann mann, sem gerði hann, ef hann var fenginn til þess með svikum, og sá maður, sem við löggerningnum tók, beitti sjálfur svikunum eða hann vissi eða mátti vita, að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns. Hafi sá, sem tók við löggerningnum, sviksamlega skýrt rangt frá atvikum, sem ætla mátti að skiptu máli um löggerninginn, eða hann hefir sviksamlega þagað yfir slíkum atvikum, skal líta svo á, sem gerningurinn hafi verið gerður fyrir þau svik, nema það sannist, að þessi atriði hafi engin áhrif haft um það, að löggerningurinn var gerður. 31. gr. [Hafi nokkur maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá þannig að bersýnilegur mismunur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því er fyrir þá kom eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gerningur sá, er þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila er á var hallað með honum. Sama gildir þótt annar maður en sá, sem gerningurinn var gerður við, eigi sök á misferli því sem getið er í 1. málsl. þessarar greinar, enda sé þeim, er haginn átti að hafa af gerningnum, það kunnugt eða megi vera það kunnugt.] Í ofangreindu bréf Þorsteins eru orðin „aldrei verið leyndarmál...“ . Hann hélt því sumsé fram að Landsvirkjun ætti vatnsréttindin, sama hvort var fyrir eða eftir yfirfærsluna þá um vorið. Um eignarhald ríkisins á vatnsréttindunum þagði hann, líkt og íslenska ríkið hefði aldrei verið aðili að málinu, eða væri einfaldlega ekki til. Dagljóst er að gerningur ráðherranna við yfirfærslu vatnsréttindanna er hér gerningur „annars manns“ samkvæmt lögunum, sem Þorsteini mátti vera fullkunnugt um að áhöld væru um, bæði vegna þess að skýrt er í 40. grein stjórnarskrárinnar að Alþingi skuli fjalla um þannig mál og setja lög, og einnig sbr. yfirstandandi rannsókn ríkisendurskoðunar frá því í ágústmánuði 2007, á gerningnum. Það kemur og fram að Landsvirkjun hafði greiðan aðgang að lögfróðum aðilum sem gátu sagt þeim til. Landsvirkjun, fyrirtæki í ríkiseigu, bar að koma heiðarlega fram, bar að þekkja lögin og haga sér eftir þeim. Hér er hins vegar engum blöðum um það að fletta með hverskonar málflutningi Landsvirkjun fór um á bökkum Þjórsár árið 2007, eins og þú hélst réttilega fram á Alþingi, Álfheiður. Miðað við lagarammann er auðvelt að færa rök fyrir því að um misferli hafi verið að ræða, því röngum upplýsingum var dælt staðfastlega í fólk sbr. ofangreint bréf og þeim ætlað að hafa tiltekin áhrif, Landsvirkjun til hagsbóta. Landeigendur liggja óbættir hjá garði, Vinstri græn. Það verður ekki með nokkru móti séð hvernig hægt er að gera ólögmætt atferli Landsvirkjunar á bökkum Þjórsár 2007, lögmætt eftirá. Og ekki heldur hvernig Vinstri græn geta lagt nafn sitt við það, með því að afgreiða Hvammsvirkjun í 3. áfanga rammaáætlunar í nýtingarflokki. Sömuleiðis geta Vinstri græn ekki litið framhjá tilurð þess hvernig Hvammsvirkjun var flokkuð í nýtingarflokk. Í „Greinargerð verkefnisstjórnar rammaáætlunar 21. mars 2014“ stendur eftirfarandi á bls. 5, sjá Tillaga-um-flokkun-virkjunarkosta-140321-endanleg.pdf (ramma.is): „Faghópurinn gerði greinarmun á þeim svæðum í Þjórsárkerfinu þar sem útbreiðsla göngufiska er náttúruleg og þeim svæðum þar sem útbreiðslan er vegna atbeina mannsins.“ Nú kveiki ég á neyðarblysi, því faghópurinn hafði hvorki aðferðafræðilegan leyfisgrundvöll né ástæður til að meta Þjórsá með þessum hætti. En þetta, að gera greinarmun á „náttúrulegum“ og „ónáttúrulegum“ búsvæðum í Þjórsá olli nákvæmlega því að Hvammsvirkjun fór í nýtingarflokk, ólíkt Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Gísli Sigurðsson skýrir í grein sinni á visir.is 2017 hvernig þetta gerðist, þ.e.a.s. í stuttu máli fyrir klaufaskap fagaðila og lygar Landsvirkjunar, sjá Er ekkert að marka leikreglur lýðræðisins? - Vísir (visir.is) . Staðreyndin er, að búsvæði fiska í Þjórsá fyrir ofan Búðafoss hafa verið til frá því í öndverðu, og göngufiskur fór upp fyrir fossinn um Árneskvísl allt þar til jarðskjálftarnir urðu 1896. Leitt hefur verið líkum að því að þrátt fyrir breyttan farveg árinnar vegna skjálftanna hafi einhver göngufiskur komist upp fyrir Búðafoss á 20. öld. Endurvakning fiskigöngu með fiskistiga upp Búðafoss árið 1991 sem Landsvirkjun kom að, ber að líta á sem endurheimt fornra, náttúrulegra búsvæða, en ekki prívat nýsköpun sem farga megi, líkt og hún sé einkaeign Landsvirkjunar. Fiskistigi þessi var bætur fyrir land á Holtamannaafrétti og Landmannaafrétti, sumsé sárabót fyrir töpuð gæði annarsstaðar, hverrar tilgangur var að auka verðmæti og auðlegð lífríkis Þjórsár fyrir ofan Búðafoss, og sem óheimilt er með öllu, bæði fyrir Landsvirkjun og aðra að slá eign sinni á, eða skoða sem þykjustu lífríki í rammaáætlun. „Ónáttúruleg búsvæði“ fiska í Þjórsá eru skáldskapur, enn ein orðræðublekkingin og lygarnar sam vaða uppi úr ranni Landsvirkjunar, alla leið inn á borð Alþingis. Það er alveg eftir öðru að Landsvirkjun slái eign sinni á lífríkið í Þjórsá sem hún þykist mega deyða jafnt sem lífga, eins og svo margt annað sem hún á ekkert í, sbr. vatnsréttindin 2007. Það væri verðugur bautasteinn Vinstri grænum og sómi að, ef þið tækjuð mið af ofangreindum upplýsingum í umræðum á Alþingi morgun, 14. júní, og næstu daga. Með vinsemd og þökk, Kristín Ása Guðmundsdóttir frá Ásum
30. gr. Löggerningur skuldbindur eigi þann mann, sem gerði hann, ef hann var fenginn til þess með svikum, og sá maður, sem við löggerningnum tók, beitti sjálfur svikunum eða hann vissi eða mátti vita, að gerningurinn var gerður fyrir svik annars manns. Hafi sá, sem tók við löggerningnum, sviksamlega skýrt rangt frá atvikum, sem ætla mátti að skiptu máli um löggerninginn, eða hann hefir sviksamlega þagað yfir slíkum atvikum, skal líta svo á, sem gerningurinn hafi verið gerður fyrir þau svik, nema það sannist, að þessi atriði hafi engin áhrif haft um það, að löggerningurinn var gerður. 31. gr. [Hafi nokkur maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann var honum háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá þannig að bersýnilegur mismunur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því er fyrir þá kom eða skyldi koma, eða hagsmunir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gerningur sá, er þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila er á var hallað með honum. Sama gildir þótt annar maður en sá, sem gerningurinn var gerður við, eigi sök á misferli því sem getið er í 1. málsl. þessarar greinar, enda sé þeim, er haginn átti að hafa af gerningnum, það kunnugt eða megi vera það kunnugt.]
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun