Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 17:06 Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. vísir Viðskiptaráð hefur lagt fram umsögn um frumvarp innviðaráðherra um leigubifreiðaakstur á Íslandi. Þar er lagt til að ýmis skilyrði leigubifreðiaaksturs verði afnumin og að gamaldags gjaldmælar skuli heyra sögunni til. „Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum. Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
„Óþörf vistarbönd þjóna hvorki hagsmunum bílstjóranna sjálfra né neytenda. Tímabært er stíga skrefið til fulls, án sérstakra ívilnana eða takmarkana, öllum til hagsbóta,“ segir í umsögninni. Í greinagerð frumvarps innviðaráðherra segir að ástæða þess sé álit ESA sem teldi líkur á því að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem ekki samræmdust skyldum íslenska ríkisins að EES-rétti. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, telur að frumvarpinu, í núverandi mynd, sé ekki ætlað að bæta samkeppni og frjálsræði í leigubifreiðaakstri. „Innviðaráðherra viðrist ekki ætla að stíga skrefið til fulls, í staðinn koma inn aðrar hindranir líkt og þröng skilyrði við útgáfu leyfa. Þetta er óþarflega íþyngjandi,“ sagði Jóhannes Stefánsson í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Hægt er að hlusta á viðtalið við Jóhannes í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Svartur markaður á yfirborðið Umræðan um komu Uber og Lyft til landsins hefur verið nokkuð hávær en á meðan þrífst svartur markaður „Skutlara“ á Íslandi á samfélagsmiðlum. Jóhannes telur að það færi mun betur á því að taka slíka starfsemi upp á yfirborðið. „Það er samkeppni til staðar frá þessum ólögmætu hópum, það væri bara miklu betra að gera þeim sem skutla kleift að koma inn á markaðinn, t.d. með því að laga skilyrðin. Hvort sem það er Uber eitthvað annað.“ Frumvarpið myndi þó ekki greiða veg Uber eða annars konar fyrirtækja til landsins, að sögn Jóhannesar. Löggildir gjaldmælar standi því meðal annars í vegi. „Við erum að benda á það að ráðherra eða önnur stjórnvöld eigi ekki að ákveða hvernig menn selji sína þjónustu. Þarna er komið í veg fyrir nýsköpun og framþróun í greininni.“ Leigubifreiðastjórar standi auðum höndum á virkum dögum en anni ekki eftirspurn um helgar og er slíkt afleiðing ósveigjanleika kerfisins, að sögn Jóhannesar. Tillögur Viðskiptaráðs snúi því að því að gera kerfið sveigjanlegra og veita bílstjórum meira frjálsræði. „Við þurfum að færa okkur til framtíðar,“ sagði Jóhannes að lokum.
Leigubílar Neytendur Tengdar fréttir Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45