Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2022 19:20 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins fylgjast með þegar Dagur B. Eggertsson telur atkvæði í kosningum til embætta borgarstjórnar í dag. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans. Nú tekur alvaran við. Fyrsti fundur borgarstjórnar var haldinn í Ráðhúsinu klukkan tvö í dag þar sem meðal annars var kosið til embætta. Kom ekki á óvart að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs. Dagur B. Eggertsson fékk einu atkvæði fleira í embætti borgarstjóra næstu 18 mánuðina en meirihlutaflokkarnir hafa. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna greiddi Degi B. Eggertssyni atkvæði sitt í embætti borgarstjóra í dag.Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna staðfesti að hún hefði greitt Degi atkvæði sitt en Vinstri græn sátu í fyrri meirihluta. Einar tekur svo við borgarstjórastólnum í janúar 2024 af Degi sem þá verður formaður borgarráðs. Kosið var í fimm ráð borgarinnar í dag þar sem fulltrúar flokkanna skipta með sér formennsku. Kosningum í nýtt stafrænt ráð og nýtt mannréttindaráð var hins vegar frestað að ósk minnihlutans til næsta borgarstjórnarfundar. Meirihlutaflokkarnir skipta með sér formennsku í ráðum borgarinnar. Minnihlutinn fékk frest á kjöri í tvær nýjar nefndir og gagnrýndi lítinn frest til að kynna sér breytingarnar.Grafík/Kristján Húsnæðis- og skipulagsmál verða fyrirferðarmikil Dagur segir húsnæðismál, samgöngumál, málefni barna og velferðarmál áberandi. En með í pakkanum eru einnig mál sem erfitt hefur verið að leysa á undanförnum árum eins og framtíð Reykjavíkurflugvallar og ný íbúðabyggð við flugvöllinn í Skerjafirði og Sundabraut. Verða þau alveg leyst á kjörtímabilinu? „Já, þetta gæti orðið lykilkjörtímabil varðandi þessi mál. Bæði varðandi hverfið í Skerjafirði en líka þær rannsóknir sem standa yfir í Hvassahrauni. Samkvæmt tímaáætlunum ættu niðurstöður að liggja fyrir einhvern tíma næsta árið. Þannig að það verður að mörgu að hyggja og spennandi kjörtímabil framundan,“ segir Dagur. Einar Þorsteinsson segir kjósendur Framsóknarflokksins hafa náð fram stefnubreytingum í kosningunum og komið sínum manni í borgarstjórastólinn.Vísir/Vilhelm Einar segir fyrstu breytingarnar koma skýrt fram í 18 liðum í meirihlutasáttmálanum. „Það sýnilegasta er að við ætlum að úthluta lóðum í Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Keyra hugmyndasamkeppni í gang á Keldum og Keldnaholti. Úthluta íGufunesi. Þetta er skýrasta stefnubreytingin að nú er farið að úthluta þarna. Hér hefur verið þéttingarstefna. Við styðjum hana en við viljum gera fleira,“ segir Einar Þá verði ráðist í umhverfismat vegna Sundabrautar. „Þannig að þeir sem kusu Framsókn núna í vor náðu að fella meirihlutann. Þeir náðu að breyta stefnunni og fá sinn mann íborgarstjórastólinn,“ segir Einar. En Framsóknarflokkurinn hefur aldrei áður fengið það embætti. Ný könnun Lítill munur er á fylgi Dags og Einars í embætti borgarstjóra meðal kjósenda meirihlutaflokkanna.Grafík/Kristján Í nýrri könnun Maskínu sem birt var í dag kemur fram að Einar nýtur mesta fylgis í embætti borgarstjóra meðal allra kjósenda, eða ríflega 52 prósenta. En hann og Dagur njóta álíka fylgis í embættið á meðal kjósenda Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. Einar með 37,4 prósent, Dagur 36,8 prósent, Dóra Björt Guðjónsdóttir með rétt tæp tuttugu prósent og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með 5,8 prósent. Einar nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en Dagur þegar kjósendur allra flokka í borgarstjórn eru spurðir.Grafík/Kristján Einar nýtur hins vegar lang mesta fylgis íborgarstjórastólinn þegar kjósendur minnihlutaflokkanna eingöngu eru spurðir, eða 73 prósenta fylgis. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Nú tekur alvaran við. Fyrsti fundur borgarstjórnar var haldinn í Ráðhúsinu klukkan tvö í dag þar sem meðal annars var kosið til embætta. Kom ekki á óvart að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar og Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs. Dagur B. Eggertsson fékk einu atkvæði fleira í embætti borgarstjóra næstu 18 mánuðina en meirihlutaflokkarnir hafa. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna greiddi Degi B. Eggertssyni atkvæði sitt í embætti borgarstjóra í dag.Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna staðfesti að hún hefði greitt Degi atkvæði sitt en Vinstri græn sátu í fyrri meirihluta. Einar tekur svo við borgarstjórastólnum í janúar 2024 af Degi sem þá verður formaður borgarráðs. Kosið var í fimm ráð borgarinnar í dag þar sem fulltrúar flokkanna skipta með sér formennsku. Kosningum í nýtt stafrænt ráð og nýtt mannréttindaráð var hins vegar frestað að ósk minnihlutans til næsta borgarstjórnarfundar. Meirihlutaflokkarnir skipta með sér formennsku í ráðum borgarinnar. Minnihlutinn fékk frest á kjöri í tvær nýjar nefndir og gagnrýndi lítinn frest til að kynna sér breytingarnar.Grafík/Kristján Húsnæðis- og skipulagsmál verða fyrirferðarmikil Dagur segir húsnæðismál, samgöngumál, málefni barna og velferðarmál áberandi. En með í pakkanum eru einnig mál sem erfitt hefur verið að leysa á undanförnum árum eins og framtíð Reykjavíkurflugvallar og ný íbúðabyggð við flugvöllinn í Skerjafirði og Sundabraut. Verða þau alveg leyst á kjörtímabilinu? „Já, þetta gæti orðið lykilkjörtímabil varðandi þessi mál. Bæði varðandi hverfið í Skerjafirði en líka þær rannsóknir sem standa yfir í Hvassahrauni. Samkvæmt tímaáætlunum ættu niðurstöður að liggja fyrir einhvern tíma næsta árið. Þannig að það verður að mörgu að hyggja og spennandi kjörtímabil framundan,“ segir Dagur. Einar Þorsteinsson segir kjósendur Framsóknarflokksins hafa náð fram stefnubreytingum í kosningunum og komið sínum manni í borgarstjórastólinn.Vísir/Vilhelm Einar segir fyrstu breytingarnar koma skýrt fram í 18 liðum í meirihlutasáttmálanum. „Það sýnilegasta er að við ætlum að úthluta lóðum í Úlfarsárdal og Kjalarnesi. Keyra hugmyndasamkeppni í gang á Keldum og Keldnaholti. Úthluta íGufunesi. Þetta er skýrasta stefnubreytingin að nú er farið að úthluta þarna. Hér hefur verið þéttingarstefna. Við styðjum hana en við viljum gera fleira,“ segir Einar Þá verði ráðist í umhverfismat vegna Sundabrautar. „Þannig að þeir sem kusu Framsókn núna í vor náðu að fella meirihlutann. Þeir náðu að breyta stefnunni og fá sinn mann íborgarstjórastólinn,“ segir Einar. En Framsóknarflokkurinn hefur aldrei áður fengið það embætti. Ný könnun Lítill munur er á fylgi Dags og Einars í embætti borgarstjóra meðal kjósenda meirihlutaflokkanna.Grafík/Kristján Í nýrri könnun Maskínu sem birt var í dag kemur fram að Einar nýtur mesta fylgis í embætti borgarstjóra meðal allra kjósenda, eða ríflega 52 prósenta. En hann og Dagur njóta álíka fylgis í embættið á meðal kjósenda Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. Einar með 37,4 prósent, Dagur 36,8 prósent, Dóra Björt Guðjónsdóttir með rétt tæp tuttugu prósent og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með 5,8 prósent. Einar nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en Dagur þegar kjósendur allra flokka í borgarstjórn eru spurðir.Grafík/Kristján Einar nýtur hins vegar lang mesta fylgis íborgarstjórastólinn þegar kjósendur minnihlutaflokkanna eingöngu eru spurðir, eða 73 prósenta fylgis.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðanakannanir Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49