Inga segir Vinstri græn hafa svikið blóðmerarnar Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2022 13:45 Inga Sæland fordæmir afstöðu vinstri grænna en tveir úr þeim flokki eru meðflutningsmenn hennar á frumvarpi þar sem lagt er til að bann verði lagt við blóðmerahaldi á Íslandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út reglugerð, að fengnu áliti starfshóps sem hún skipaði, sem leyfir blóðmerahald til næstu þriggja ára. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur barist með kjafti og klóm gegn þessari starfsemi og lagt fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að bann verði lagt við því að taka úr fylfullum hryssum blóð. Telur starfshópinn vanhæfan að hluta Blóðmerahald komst á dagskrá eftir að svissnesk dýraverndunarsamtök birtu myndbandsupptökur sem sýna hversu harkalega er gengið fram við blóðtökuna. Inga var gestur í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hún fordæmdi reglugerð Svandísar. Hún dró ekki af sér frekar en fyrri daginn í lýsingum á þessari umdeildu starfsemi og átaldi harðlega framgöngu Vinstri grænna í leiðinni. Að sögn Ingu er Ísland eina landið í Evrópu þar sem blóðmerahald er leyft og að um heiminn séu aðeins þrjú lönd önnur sem leyfa starfsemi sem Inga segir að þverbrjóti öll dýraverndunarsjónarmið. Og til hvers: Svo hægt sé að framleiða PMSG-hormón sem einkum er notað í verksmiðjubúskap í svínarækt: „Svo við getum étið meira beikon,“ sagði Inga og benti á að hliðstætt efni og PMSG væri nú framleitt í líftækniiðnaði. Inga segir eins og við mátti búast að henni lítist ekki á reglugerðina sem leyfir blóðmerahald til þriggja ára en hún þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við hvernig starfshópur Svandísar var saman settur. Að sögn Ingu voru þar innanborðs bæði fólk sem er hlynnt starfseminni og hefur af henni beinan hag. Sem ætti að leiða til vanhæfis. Ætla að tala gegn eigin frumvarpi Inga rifjaði upp að aldrei hafi annað eins magn af umsögnum borist við nokkurt frumvarp og blóðmerafrumvarp sitt eða um 400. Í flestum tilfellum til að styðja frumvarpið og fordæma starfsemina. Í fyrstu lotu umsagna mæltu ýmsir gegn frumvarpinu en það átti eftir að breytast eftir að myndbandsupptökurnar litu dagsins ljós. „Þetta átti að vera aðalmál Flokks fólksins en aðilar sem eru með okkur á málinu í Vinstri grænum neita að taka málið inn og myndu ekki greiða með því atkvæði. Þetta er stórkostlegur fíflagangur að þykjast vilja vera eitthvað allt annað en þú ert, þykjast vera með einhverju máli en berjast svo gegn því að það verði tekið fyrir og segjast ætla að greiða gegn því atkvæði. Þrátt fyrir að þú viljir bann við blóðmerahaldi! Hver skilur svona? Óskiljanlegt. En þetta er víst pólitík,“ segir Inga. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru meðflutningsmenn á frumvarpinu, þau Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður og Jódís Skúladóttir. Búið er að mæla fyrir því öðru sinni. Inga fullyrti að Orri Páll hafi haldið því fram í hennar eyru fullum fetum að hann myndi vinna gegn framgangi málsins, að það yrði tekið fyrir á þessu þingi og greiða atkvæði gegn því. Alþingi Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51 Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Blóðmerar og ímynd Íslands Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. 18. febrúar 2022 14:00 Segir Ingu hræsnara fyrir að vilja banna blóðmerahald Blóðmerabóndi segir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, hræsnara fyrir að hafa lagt fram frumvarp á þingi um bann á blóðmerahaldi. Frumvarpið sé aðför að fátæku fólki, sem Inga hafi sagst berjast fyrir. 15. febrúar 2022 15:54 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út reglugerð, að fengnu áliti starfshóps sem hún skipaði, sem leyfir blóðmerahald til næstu þriggja ára. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur barist með kjafti og klóm gegn þessari starfsemi og lagt fram frumvarp þar sem gert er ráð fyrir því að bann verði lagt við því að taka úr fylfullum hryssum blóð. Telur starfshópinn vanhæfan að hluta Blóðmerahald komst á dagskrá eftir að svissnesk dýraverndunarsamtök birtu myndbandsupptökur sem sýna hversu harkalega er gengið fram við blóðtökuna. Inga var gestur í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hún fordæmdi reglugerð Svandísar. Hún dró ekki af sér frekar en fyrri daginn í lýsingum á þessari umdeildu starfsemi og átaldi harðlega framgöngu Vinstri grænna í leiðinni. Að sögn Ingu er Ísland eina landið í Evrópu þar sem blóðmerahald er leyft og að um heiminn séu aðeins þrjú lönd önnur sem leyfa starfsemi sem Inga segir að þverbrjóti öll dýraverndunarsjónarmið. Og til hvers: Svo hægt sé að framleiða PMSG-hormón sem einkum er notað í verksmiðjubúskap í svínarækt: „Svo við getum étið meira beikon,“ sagði Inga og benti á að hliðstætt efni og PMSG væri nú framleitt í líftækniiðnaði. Inga segir eins og við mátti búast að henni lítist ekki á reglugerðina sem leyfir blóðmerahald til þriggja ára en hún þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við hvernig starfshópur Svandísar var saman settur. Að sögn Ingu voru þar innanborðs bæði fólk sem er hlynnt starfseminni og hefur af henni beinan hag. Sem ætti að leiða til vanhæfis. Ætla að tala gegn eigin frumvarpi Inga rifjaði upp að aldrei hafi annað eins magn af umsögnum borist við nokkurt frumvarp og blóðmerafrumvarp sitt eða um 400. Í flestum tilfellum til að styðja frumvarpið og fordæma starfsemina. Í fyrstu lotu umsagna mæltu ýmsir gegn frumvarpinu en það átti eftir að breytast eftir að myndbandsupptökurnar litu dagsins ljós. „Þetta átti að vera aðalmál Flokks fólksins en aðilar sem eru með okkur á málinu í Vinstri grænum neita að taka málið inn og myndu ekki greiða með því atkvæði. Þetta er stórkostlegur fíflagangur að þykjast vilja vera eitthvað allt annað en þú ert, þykjast vera með einhverju máli en berjast svo gegn því að það verði tekið fyrir og segjast ætla að greiða gegn því atkvæði. Þrátt fyrir að þú viljir bann við blóðmerahaldi! Hver skilur svona? Óskiljanlegt. En þetta er víst pólitík,“ segir Inga. Tveir þingmenn Vinstri grænna eru meðflutningsmenn á frumvarpinu, þau Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður og Jódís Skúladóttir. Búið er að mæla fyrir því öðru sinni. Inga fullyrti að Orri Páll hafi haldið því fram í hennar eyru fullum fetum að hann myndi vinna gegn framgangi málsins, að það yrði tekið fyrir á þessu þingi og greiða atkvæði gegn því.
Alþingi Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51 Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05 Blóðmerar og ímynd Íslands Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. 18. febrúar 2022 14:00 Segir Ingu hræsnara fyrir að vilja banna blóðmerahald Blóðmerabóndi segir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, hræsnara fyrir að hafa lagt fram frumvarp á þingi um bann á blóðmerahaldi. Frumvarpið sé aðför að fátæku fólki, sem Inga hafi sagst berjast fyrir. 15. febrúar 2022 15:54 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16. maí 2022 11:51
Blóð verður að öllu óbreyttu tekið úr fylfullum hryssum í sumar Yfirdýralæknir gerir ráð fyrir að öllu óbreyttu að blóðmerahald verði leyft áfram í sumar. Nú er beðið eftir skýrslu starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. 17. apríl 2022 15:05
Blóðmerar og ímynd Íslands Ég tók þá ákvörðun fyrir mörgum árum að fara aldrei nokkurn tímann til Sádi-Arabíu. Staða kvenna og meðferð á konum þar er óásættanleg að mínu mati. Vinkona mín ætlar ekki að fara til Ungverjalands fyrr en Ungverjar eru búnir að taka sig á varðandi stöðu og réttindi samkynhneigðra þar í landi. Nú eru farnar að berast fréttir af fólki víða um heim, sem setur spurningamerki við það að ferðast til Íslands, vegna fregna af illri meðferð á dýrum í formi blóðmerahalds. 18. febrúar 2022 14:00
Segir Ingu hræsnara fyrir að vilja banna blóðmerahald Blóðmerabóndi segir Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, hræsnara fyrir að hafa lagt fram frumvarp á þingi um bann á blóðmerahaldi. Frumvarpið sé aðför að fátæku fólki, sem Inga hafi sagst berjast fyrir. 15. febrúar 2022 15:54